Lífið

Gavin DeGraw heldur tónleika í Hörpu í ágúst

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lagið I Don't Want To Be var upphafslagið í þáttunum One Tree Hill og kom hann nokkrum sinnum fram í þáttunum sjálfur.
Lagið I Don't Want To Be var upphafslagið í þáttunum One Tree Hill og kom hann nokkrum sinnum fram í þáttunum sjálfur.

Bandaríski söngvarinn og lagahöfundurinn Gavin DeGraw heldur tónleika í Silfurbergi - Hörpu 17. ágúst næstkomandi.

Gavin Degraw á meðal annars smellina Chariot, I Don´t Want to Be, Best I Ever Had, In Love With A Girl og Not Over You.

Fyrsta platan hans Chariot kom út árið 2003 sem sló í gegn og síðan þá hefur Gavin gefið út sex plötur. Degraw er án efa þekktastur fyrir upphafslagið í þáttunum One Tree Hill sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma.

Miðasala hefst fimmtudaginn 26. mars og verður  miðaverð kr 9.990.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×