Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi DV 24 milljónir króna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2020 23:31 Karl Garðarsson, framkvæmdarstjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn kjörtímabilið 2013-2016. Vísir/vilhelm Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Það er vegna ógreiddrar skuldar DV við Árvakur og Íslandsbanka, sem Frjáls fjölmiðlun tók yfir þegar félagið keypti útgáfu blaðsins árið 2017. Milljónirnar voru lagðar inn á reikning Björns Inga Hrafnssonar sem lánaði þær svo til DV. Áður en DV lýsti yfir gjaldþroti var félagið í miklum fjárhagskröggum og hafði verið um hríð. Reksturinn hafði gengið erfiðlega í þó nokkur ár og hafði félagið safnað upp töluverðum skuldum á opinberum gjöldum, staðgreiðslum opinberra gjalda, virðisaukaskatti, tryggingargjaldi o.fl. Þá skuldaði félagið einnig bankastofnunum, lífeyrissjóðum og viðskiptamönnum talsverðar fjárhæðir. Sumarið 2017 kom Frjáls fjölmiðlun og fleiri aðilar tengdir félaginu að rekstri DV og systurfélagið þess, Pressunni ehf. og var þá ætlunin að koma inn í reksturinn sem hluthafar eða að kaupa eignir félaganna tveggja. Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi stjórnarformaður DV, kom að þessari aðkomu og var láni þessara aðila þannig háttað að lánsupphæð var lögð inn á reikning Björns Inga og lánaði Björn Ingi DV svo sömu upphæð. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í september 2017 keypti Frjáls fjölmiðlun útgáfuréttindi DV og fólst í kaupsamningnum að félagið myndi taka yfir skuldir DV við bæði Árvakur og Íslandsbanka, sem námu 40 milljónum króna, auk 160 milljóna króna greiðslu. Frjáls fjölmiðlun greiddi strax milljónirnar 160 auk 16 milljóna króna inn á skuldir DV við Íslandsbanka. Hins vegar var skuldin við Árvakur ekki greidd niður. Árvakur, eða Landsprent, hefur lýst kröfu að fullu í þrotabú DV vegna skuldarinnar þar sem aldrei var samið við Árvakur um að Frjáls fjölmiðlun myndi taka yfir skuldina. Frjáls fjölmiðlun var þó í dag dæmd til að greiða upp skuldina, auk tveggja milljóna króna skuldar við Íslandsbanka sem var ógreidd. Fjölmiðlar Reykjavík Dómsmál Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Það er vegna ógreiddrar skuldar DV við Árvakur og Íslandsbanka, sem Frjáls fjölmiðlun tók yfir þegar félagið keypti útgáfu blaðsins árið 2017. Milljónirnar voru lagðar inn á reikning Björns Inga Hrafnssonar sem lánaði þær svo til DV. Áður en DV lýsti yfir gjaldþroti var félagið í miklum fjárhagskröggum og hafði verið um hríð. Reksturinn hafði gengið erfiðlega í þó nokkur ár og hafði félagið safnað upp töluverðum skuldum á opinberum gjöldum, staðgreiðslum opinberra gjalda, virðisaukaskatti, tryggingargjaldi o.fl. Þá skuldaði félagið einnig bankastofnunum, lífeyrissjóðum og viðskiptamönnum talsverðar fjárhæðir. Sumarið 2017 kom Frjáls fjölmiðlun og fleiri aðilar tengdir félaginu að rekstri DV og systurfélagið þess, Pressunni ehf. og var þá ætlunin að koma inn í reksturinn sem hluthafar eða að kaupa eignir félaganna tveggja. Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi stjórnarformaður DV, kom að þessari aðkomu og var láni þessara aðila þannig háttað að lánsupphæð var lögð inn á reikning Björns Inga og lánaði Björn Ingi DV svo sömu upphæð. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í september 2017 keypti Frjáls fjölmiðlun útgáfuréttindi DV og fólst í kaupsamningnum að félagið myndi taka yfir skuldir DV við bæði Árvakur og Íslandsbanka, sem námu 40 milljónum króna, auk 160 milljóna króna greiðslu. Frjáls fjölmiðlun greiddi strax milljónirnar 160 auk 16 milljóna króna inn á skuldir DV við Íslandsbanka. Hins vegar var skuldin við Árvakur ekki greidd niður. Árvakur, eða Landsprent, hefur lýst kröfu að fullu í þrotabú DV vegna skuldarinnar þar sem aldrei var samið við Árvakur um að Frjáls fjölmiðlun myndi taka yfir skuldina. Frjáls fjölmiðlun var þó í dag dæmd til að greiða upp skuldina, auk tveggja milljóna króna skuldar við Íslandsbanka sem var ógreidd.
Fjölmiðlar Reykjavík Dómsmál Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira