Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi DV 24 milljónir króna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2020 23:31 Karl Garðarsson, framkvæmdarstjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn kjörtímabilið 2013-2016. Vísir/vilhelm Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Það er vegna ógreiddrar skuldar DV við Árvakur og Íslandsbanka, sem Frjáls fjölmiðlun tók yfir þegar félagið keypti útgáfu blaðsins árið 2017. Milljónirnar voru lagðar inn á reikning Björns Inga Hrafnssonar sem lánaði þær svo til DV. Áður en DV lýsti yfir gjaldþroti var félagið í miklum fjárhagskröggum og hafði verið um hríð. Reksturinn hafði gengið erfiðlega í þó nokkur ár og hafði félagið safnað upp töluverðum skuldum á opinberum gjöldum, staðgreiðslum opinberra gjalda, virðisaukaskatti, tryggingargjaldi o.fl. Þá skuldaði félagið einnig bankastofnunum, lífeyrissjóðum og viðskiptamönnum talsverðar fjárhæðir. Sumarið 2017 kom Frjáls fjölmiðlun og fleiri aðilar tengdir félaginu að rekstri DV og systurfélagið þess, Pressunni ehf. og var þá ætlunin að koma inn í reksturinn sem hluthafar eða að kaupa eignir félaganna tveggja. Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi stjórnarformaður DV, kom að þessari aðkomu og var láni þessara aðila þannig háttað að lánsupphæð var lögð inn á reikning Björns Inga og lánaði Björn Ingi DV svo sömu upphæð. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í september 2017 keypti Frjáls fjölmiðlun útgáfuréttindi DV og fólst í kaupsamningnum að félagið myndi taka yfir skuldir DV við bæði Árvakur og Íslandsbanka, sem námu 40 milljónum króna, auk 160 milljóna króna greiðslu. Frjáls fjölmiðlun greiddi strax milljónirnar 160 auk 16 milljóna króna inn á skuldir DV við Íslandsbanka. Hins vegar var skuldin við Árvakur ekki greidd niður. Árvakur, eða Landsprent, hefur lýst kröfu að fullu í þrotabú DV vegna skuldarinnar þar sem aldrei var samið við Árvakur um að Frjáls fjölmiðlun myndi taka yfir skuldina. Frjáls fjölmiðlun var þó í dag dæmd til að greiða upp skuldina, auk tveggja milljóna króna skuldar við Íslandsbanka sem var ógreidd. Fjölmiðlar Reykjavík Dómsmál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Það er vegna ógreiddrar skuldar DV við Árvakur og Íslandsbanka, sem Frjáls fjölmiðlun tók yfir þegar félagið keypti útgáfu blaðsins árið 2017. Milljónirnar voru lagðar inn á reikning Björns Inga Hrafnssonar sem lánaði þær svo til DV. Áður en DV lýsti yfir gjaldþroti var félagið í miklum fjárhagskröggum og hafði verið um hríð. Reksturinn hafði gengið erfiðlega í þó nokkur ár og hafði félagið safnað upp töluverðum skuldum á opinberum gjöldum, staðgreiðslum opinberra gjalda, virðisaukaskatti, tryggingargjaldi o.fl. Þá skuldaði félagið einnig bankastofnunum, lífeyrissjóðum og viðskiptamönnum talsverðar fjárhæðir. Sumarið 2017 kom Frjáls fjölmiðlun og fleiri aðilar tengdir félaginu að rekstri DV og systurfélagið þess, Pressunni ehf. og var þá ætlunin að koma inn í reksturinn sem hluthafar eða að kaupa eignir félaganna tveggja. Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi stjórnarformaður DV, kom að þessari aðkomu og var láni þessara aðila þannig háttað að lánsupphæð var lögð inn á reikning Björns Inga og lánaði Björn Ingi DV svo sömu upphæð. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í september 2017 keypti Frjáls fjölmiðlun útgáfuréttindi DV og fólst í kaupsamningnum að félagið myndi taka yfir skuldir DV við bæði Árvakur og Íslandsbanka, sem námu 40 milljónum króna, auk 160 milljóna króna greiðslu. Frjáls fjölmiðlun greiddi strax milljónirnar 160 auk 16 milljóna króna inn á skuldir DV við Íslandsbanka. Hins vegar var skuldin við Árvakur ekki greidd niður. Árvakur, eða Landsprent, hefur lýst kröfu að fullu í þrotabú DV vegna skuldarinnar þar sem aldrei var samið við Árvakur um að Frjáls fjölmiðlun myndi taka yfir skuldina. Frjáls fjölmiðlun var þó í dag dæmd til að greiða upp skuldina, auk tveggja milljóna króna skuldar við Íslandsbanka sem var ógreidd.
Fjölmiðlar Reykjavík Dómsmál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira