Láttu ekki hversdaginn fara á hvolf Þóra Leósdóttir skrifar 17. mars 2020 15:45 Þegar þetta er skrifað eru yfir tvö þúsund manns í sóttkví hér á landi vegna COVID-19 faraldursins og samkomubann hefur tekið gildi. Því er ljóst að daglegt líf margra fjölskyldna fer úr skorðum. Hjá flestum er hversdagurinn alla jafna á sjálfstýringu og skil á milli vinnu og einkalífs, vinnustaðar og heimilis nokkuð skýr. Nú eru breyttar aðstæður. Rannsóknir sýna að það skiptir miklu fyrir heilsu og vellíðan fólks að stunda daglega iðju sem er því mikilvæg og hefur jákvæðan tilgang. Félagsleg tengsl og þátttaka eru eru lykilþættir fyrir okkur manneskjur, rétt eins og að fá góða næringu, sofa og hreyfa sig. Ennfremur er þekkt að það að láta gott af sér leiða styrkir ónæmiskerfið. Skortur á félagslegum samskiptum og einmanaleiki hefur á hinn bóginn neikvæð áhrif á heilastarfsemi, geðheilsu og vellíðan. Við þessar fordæmalausu aðstæður sem nú eru uppi er hætta á að hversdagurinn fari á hvolf. Því vilja iðjuþjálfar hvetja þá landsmenn sem eru í sóttkví eða þurfa að stunda fjarvinnu og fjarnám, til að koma sér upp venjum sem líkjast þeim hefðbundnu eins og kostur er. Fjölskyldan þarf að koma sér saman um hvernig hún tekst á við nýjar áskoranir og gæta þess að skapa jafnvægi milli vinnu og frítíma þegar heimilið er vettvangurinn allan daginn. Það reynir á þolrifin og aðlögunarfærni hvers og eins en höfum hugfast að þetta gengur yfir. Hér eru nokkur ráð sem hægt er að nýta sér meðan ástandið varir: Hafið jafnvægi í daglegu lífi Skipuleggið daginn þannig að skil séu á milli vinnu, frítíma og hvíldar. Nú þegar fjölskyldumeðlimir þurfa að sinna vinnu og tómstundaiðju undir sama þaki í meira mæli en áður er hætt við að mörkin verði óskýr. Ræðið saman, finnið lausnir og skipulag sem allir geta unað við. Haldið fast í hefðbundnar venjur Það er brýnt að fara að sofa og vakna á sama tíma og venjulega, fara í sturtu og klæða sig. Haldið reglulegar máltíðir þar sem allir setjast saman við borðhaldið. Viðhaldið almennt þeim reglum um skjátíma sem þið eruð vön, sérstaklega á virkum dögum. „Farið í vinnuna“ - heima Sinnið vinnu og skóla innan þess ramma sem þið hafið sett ykkur. Skráið og tímasetjið verkefnin í dagatalið, bókið fundi og hlé. Hafið vinnuaðstöðuna afmarkaða, standið reglulega upp, gangið um, andið djúpt og teygið ykkur. Sinnið húsverkum eins og venjulega Skiptið með ykkur verkum og sinnið heimilisstörfum „eftir vinnu“. Skipuleggið innkaup og eldamennsku og sinnið daglegum húsverkum. Búið um rúmin og takið til því nú er umgengni meiri en vanalega. Hugið sérstaklega vel að hreinlæti og sóttvörnum. Hreyfing og útivera Hleypið fersku lofti inn um glugga og svalir reglulega yfir daginn. Hjólið, hlaupið eða gangið rösklega á hverjum degi og jafnvel tvisvar á dag. Gætið sérstaklega að því að börn og unglingar fái hreyfingu og útvist að minnsta kosti klukkustund á dag. Nýtið garðinn eða leikvelli í nágrenninu, fjöruna og fjallið. Ræktið félagsleg tengsl Hringið í ættingja og vini, sérstaklega þá eldri sem búa einir. Nýtið myndsímtöl og textaskilaboð einnig. Heyrið í vinnufélögunum. Hvernig væri að halda saumaklúbb á messenger? - eða jógatíma á facetime? Gerið eitthvað skemmtilegt á hverjum degi Á þessum skrýtnu tímum hafa margir áhyggjur og finna fyrir kvíða. Þess vegna er mikilvægt að gera eitthvað sem veitir gleði og ánægju. Kíkið í leikhús eða á söfn á netinu, takið í spil eða horfið á bíómynd saman. Hlustið saman á gott hlaðvarp. Skrúfið tónlistina í botn og dansið. Leggið öðrum lið Ef þið eruð ekki í sóttkví eða einangrun þá getið þið auðveldlega liðsinnt öðrum sem eru í verri stöðu. Hugið sérstaklega að eldri nágrönnum. Bjóðist til að kaupa inn, veitið félagsskap og aðstoð eins og kostur er - allt í hæfilegri fjarlægð. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað eru yfir tvö þúsund manns í sóttkví hér á landi vegna COVID-19 faraldursins og samkomubann hefur tekið gildi. Því er ljóst að daglegt líf margra fjölskyldna fer úr skorðum. Hjá flestum er hversdagurinn alla jafna á sjálfstýringu og skil á milli vinnu og einkalífs, vinnustaðar og heimilis nokkuð skýr. Nú eru breyttar aðstæður. Rannsóknir sýna að það skiptir miklu fyrir heilsu og vellíðan fólks að stunda daglega iðju sem er því mikilvæg og hefur jákvæðan tilgang. Félagsleg tengsl og þátttaka eru eru lykilþættir fyrir okkur manneskjur, rétt eins og að fá góða næringu, sofa og hreyfa sig. Ennfremur er þekkt að það að láta gott af sér leiða styrkir ónæmiskerfið. Skortur á félagslegum samskiptum og einmanaleiki hefur á hinn bóginn neikvæð áhrif á heilastarfsemi, geðheilsu og vellíðan. Við þessar fordæmalausu aðstæður sem nú eru uppi er hætta á að hversdagurinn fari á hvolf. Því vilja iðjuþjálfar hvetja þá landsmenn sem eru í sóttkví eða þurfa að stunda fjarvinnu og fjarnám, til að koma sér upp venjum sem líkjast þeim hefðbundnu eins og kostur er. Fjölskyldan þarf að koma sér saman um hvernig hún tekst á við nýjar áskoranir og gæta þess að skapa jafnvægi milli vinnu og frítíma þegar heimilið er vettvangurinn allan daginn. Það reynir á þolrifin og aðlögunarfærni hvers og eins en höfum hugfast að þetta gengur yfir. Hér eru nokkur ráð sem hægt er að nýta sér meðan ástandið varir: Hafið jafnvægi í daglegu lífi Skipuleggið daginn þannig að skil séu á milli vinnu, frítíma og hvíldar. Nú þegar fjölskyldumeðlimir þurfa að sinna vinnu og tómstundaiðju undir sama þaki í meira mæli en áður er hætt við að mörkin verði óskýr. Ræðið saman, finnið lausnir og skipulag sem allir geta unað við. Haldið fast í hefðbundnar venjur Það er brýnt að fara að sofa og vakna á sama tíma og venjulega, fara í sturtu og klæða sig. Haldið reglulegar máltíðir þar sem allir setjast saman við borðhaldið. Viðhaldið almennt þeim reglum um skjátíma sem þið eruð vön, sérstaklega á virkum dögum. „Farið í vinnuna“ - heima Sinnið vinnu og skóla innan þess ramma sem þið hafið sett ykkur. Skráið og tímasetjið verkefnin í dagatalið, bókið fundi og hlé. Hafið vinnuaðstöðuna afmarkaða, standið reglulega upp, gangið um, andið djúpt og teygið ykkur. Sinnið húsverkum eins og venjulega Skiptið með ykkur verkum og sinnið heimilisstörfum „eftir vinnu“. Skipuleggið innkaup og eldamennsku og sinnið daglegum húsverkum. Búið um rúmin og takið til því nú er umgengni meiri en vanalega. Hugið sérstaklega vel að hreinlæti og sóttvörnum. Hreyfing og útivera Hleypið fersku lofti inn um glugga og svalir reglulega yfir daginn. Hjólið, hlaupið eða gangið rösklega á hverjum degi og jafnvel tvisvar á dag. Gætið sérstaklega að því að börn og unglingar fái hreyfingu og útvist að minnsta kosti klukkustund á dag. Nýtið garðinn eða leikvelli í nágrenninu, fjöruna og fjallið. Ræktið félagsleg tengsl Hringið í ættingja og vini, sérstaklega þá eldri sem búa einir. Nýtið myndsímtöl og textaskilaboð einnig. Heyrið í vinnufélögunum. Hvernig væri að halda saumaklúbb á messenger? - eða jógatíma á facetime? Gerið eitthvað skemmtilegt á hverjum degi Á þessum skrýtnu tímum hafa margir áhyggjur og finna fyrir kvíða. Þess vegna er mikilvægt að gera eitthvað sem veitir gleði og ánægju. Kíkið í leikhús eða á söfn á netinu, takið í spil eða horfið á bíómynd saman. Hlustið saman á gott hlaðvarp. Skrúfið tónlistina í botn og dansið. Leggið öðrum lið Ef þið eruð ekki í sóttkví eða einangrun þá getið þið auðveldlega liðsinnt öðrum sem eru í verri stöðu. Hugið sérstaklega að eldri nágrönnum. Bjóðist til að kaupa inn, veitið félagsskap og aðstoð eins og kostur er - allt í hæfilegri fjarlægð. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun