Láttu ekki hversdaginn fara á hvolf Þóra Leósdóttir skrifar 17. mars 2020 15:45 Þegar þetta er skrifað eru yfir tvö þúsund manns í sóttkví hér á landi vegna COVID-19 faraldursins og samkomubann hefur tekið gildi. Því er ljóst að daglegt líf margra fjölskyldna fer úr skorðum. Hjá flestum er hversdagurinn alla jafna á sjálfstýringu og skil á milli vinnu og einkalífs, vinnustaðar og heimilis nokkuð skýr. Nú eru breyttar aðstæður. Rannsóknir sýna að það skiptir miklu fyrir heilsu og vellíðan fólks að stunda daglega iðju sem er því mikilvæg og hefur jákvæðan tilgang. Félagsleg tengsl og þátttaka eru eru lykilþættir fyrir okkur manneskjur, rétt eins og að fá góða næringu, sofa og hreyfa sig. Ennfremur er þekkt að það að láta gott af sér leiða styrkir ónæmiskerfið. Skortur á félagslegum samskiptum og einmanaleiki hefur á hinn bóginn neikvæð áhrif á heilastarfsemi, geðheilsu og vellíðan. Við þessar fordæmalausu aðstæður sem nú eru uppi er hætta á að hversdagurinn fari á hvolf. Því vilja iðjuþjálfar hvetja þá landsmenn sem eru í sóttkví eða þurfa að stunda fjarvinnu og fjarnám, til að koma sér upp venjum sem líkjast þeim hefðbundnu eins og kostur er. Fjölskyldan þarf að koma sér saman um hvernig hún tekst á við nýjar áskoranir og gæta þess að skapa jafnvægi milli vinnu og frítíma þegar heimilið er vettvangurinn allan daginn. Það reynir á þolrifin og aðlögunarfærni hvers og eins en höfum hugfast að þetta gengur yfir. Hér eru nokkur ráð sem hægt er að nýta sér meðan ástandið varir: Hafið jafnvægi í daglegu lífi Skipuleggið daginn þannig að skil séu á milli vinnu, frítíma og hvíldar. Nú þegar fjölskyldumeðlimir þurfa að sinna vinnu og tómstundaiðju undir sama þaki í meira mæli en áður er hætt við að mörkin verði óskýr. Ræðið saman, finnið lausnir og skipulag sem allir geta unað við. Haldið fast í hefðbundnar venjur Það er brýnt að fara að sofa og vakna á sama tíma og venjulega, fara í sturtu og klæða sig. Haldið reglulegar máltíðir þar sem allir setjast saman við borðhaldið. Viðhaldið almennt þeim reglum um skjátíma sem þið eruð vön, sérstaklega á virkum dögum. „Farið í vinnuna“ - heima Sinnið vinnu og skóla innan þess ramma sem þið hafið sett ykkur. Skráið og tímasetjið verkefnin í dagatalið, bókið fundi og hlé. Hafið vinnuaðstöðuna afmarkaða, standið reglulega upp, gangið um, andið djúpt og teygið ykkur. Sinnið húsverkum eins og venjulega Skiptið með ykkur verkum og sinnið heimilisstörfum „eftir vinnu“. Skipuleggið innkaup og eldamennsku og sinnið daglegum húsverkum. Búið um rúmin og takið til því nú er umgengni meiri en vanalega. Hugið sérstaklega vel að hreinlæti og sóttvörnum. Hreyfing og útivera Hleypið fersku lofti inn um glugga og svalir reglulega yfir daginn. Hjólið, hlaupið eða gangið rösklega á hverjum degi og jafnvel tvisvar á dag. Gætið sérstaklega að því að börn og unglingar fái hreyfingu og útvist að minnsta kosti klukkustund á dag. Nýtið garðinn eða leikvelli í nágrenninu, fjöruna og fjallið. Ræktið félagsleg tengsl Hringið í ættingja og vini, sérstaklega þá eldri sem búa einir. Nýtið myndsímtöl og textaskilaboð einnig. Heyrið í vinnufélögunum. Hvernig væri að halda saumaklúbb á messenger? - eða jógatíma á facetime? Gerið eitthvað skemmtilegt á hverjum degi Á þessum skrýtnu tímum hafa margir áhyggjur og finna fyrir kvíða. Þess vegna er mikilvægt að gera eitthvað sem veitir gleði og ánægju. Kíkið í leikhús eða á söfn á netinu, takið í spil eða horfið á bíómynd saman. Hlustið saman á gott hlaðvarp. Skrúfið tónlistina í botn og dansið. Leggið öðrum lið Ef þið eruð ekki í sóttkví eða einangrun þá getið þið auðveldlega liðsinnt öðrum sem eru í verri stöðu. Hugið sérstaklega að eldri nágrönnum. Bjóðist til að kaupa inn, veitið félagsskap og aðstoð eins og kostur er - allt í hæfilegri fjarlægð. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað eru yfir tvö þúsund manns í sóttkví hér á landi vegna COVID-19 faraldursins og samkomubann hefur tekið gildi. Því er ljóst að daglegt líf margra fjölskyldna fer úr skorðum. Hjá flestum er hversdagurinn alla jafna á sjálfstýringu og skil á milli vinnu og einkalífs, vinnustaðar og heimilis nokkuð skýr. Nú eru breyttar aðstæður. Rannsóknir sýna að það skiptir miklu fyrir heilsu og vellíðan fólks að stunda daglega iðju sem er því mikilvæg og hefur jákvæðan tilgang. Félagsleg tengsl og þátttaka eru eru lykilþættir fyrir okkur manneskjur, rétt eins og að fá góða næringu, sofa og hreyfa sig. Ennfremur er þekkt að það að láta gott af sér leiða styrkir ónæmiskerfið. Skortur á félagslegum samskiptum og einmanaleiki hefur á hinn bóginn neikvæð áhrif á heilastarfsemi, geðheilsu og vellíðan. Við þessar fordæmalausu aðstæður sem nú eru uppi er hætta á að hversdagurinn fari á hvolf. Því vilja iðjuþjálfar hvetja þá landsmenn sem eru í sóttkví eða þurfa að stunda fjarvinnu og fjarnám, til að koma sér upp venjum sem líkjast þeim hefðbundnu eins og kostur er. Fjölskyldan þarf að koma sér saman um hvernig hún tekst á við nýjar áskoranir og gæta þess að skapa jafnvægi milli vinnu og frítíma þegar heimilið er vettvangurinn allan daginn. Það reynir á þolrifin og aðlögunarfærni hvers og eins en höfum hugfast að þetta gengur yfir. Hér eru nokkur ráð sem hægt er að nýta sér meðan ástandið varir: Hafið jafnvægi í daglegu lífi Skipuleggið daginn þannig að skil séu á milli vinnu, frítíma og hvíldar. Nú þegar fjölskyldumeðlimir þurfa að sinna vinnu og tómstundaiðju undir sama þaki í meira mæli en áður er hætt við að mörkin verði óskýr. Ræðið saman, finnið lausnir og skipulag sem allir geta unað við. Haldið fast í hefðbundnar venjur Það er brýnt að fara að sofa og vakna á sama tíma og venjulega, fara í sturtu og klæða sig. Haldið reglulegar máltíðir þar sem allir setjast saman við borðhaldið. Viðhaldið almennt þeim reglum um skjátíma sem þið eruð vön, sérstaklega á virkum dögum. „Farið í vinnuna“ - heima Sinnið vinnu og skóla innan þess ramma sem þið hafið sett ykkur. Skráið og tímasetjið verkefnin í dagatalið, bókið fundi og hlé. Hafið vinnuaðstöðuna afmarkaða, standið reglulega upp, gangið um, andið djúpt og teygið ykkur. Sinnið húsverkum eins og venjulega Skiptið með ykkur verkum og sinnið heimilisstörfum „eftir vinnu“. Skipuleggið innkaup og eldamennsku og sinnið daglegum húsverkum. Búið um rúmin og takið til því nú er umgengni meiri en vanalega. Hugið sérstaklega vel að hreinlæti og sóttvörnum. Hreyfing og útivera Hleypið fersku lofti inn um glugga og svalir reglulega yfir daginn. Hjólið, hlaupið eða gangið rösklega á hverjum degi og jafnvel tvisvar á dag. Gætið sérstaklega að því að börn og unglingar fái hreyfingu og útvist að minnsta kosti klukkustund á dag. Nýtið garðinn eða leikvelli í nágrenninu, fjöruna og fjallið. Ræktið félagsleg tengsl Hringið í ættingja og vini, sérstaklega þá eldri sem búa einir. Nýtið myndsímtöl og textaskilaboð einnig. Heyrið í vinnufélögunum. Hvernig væri að halda saumaklúbb á messenger? - eða jógatíma á facetime? Gerið eitthvað skemmtilegt á hverjum degi Á þessum skrýtnu tímum hafa margir áhyggjur og finna fyrir kvíða. Þess vegna er mikilvægt að gera eitthvað sem veitir gleði og ánægju. Kíkið í leikhús eða á söfn á netinu, takið í spil eða horfið á bíómynd saman. Hlustið saman á gott hlaðvarp. Skrúfið tónlistina í botn og dansið. Leggið öðrum lið Ef þið eruð ekki í sóttkví eða einangrun þá getið þið auðveldlega liðsinnt öðrum sem eru í verri stöðu. Hugið sérstaklega að eldri nágrönnum. Bjóðist til að kaupa inn, veitið félagsskap og aðstoð eins og kostur er - allt í hæfilegri fjarlægð. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar