Körfubolti

Martin fagnaði öðru sætinu í í­þrótta­manni ársins með níu stigum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í baráttunni fyrr á leiktíðinni en hann átti gott ár, 2020.
Martin í baráttunni fyrr á leiktíðinni en hann átti gott ár, 2020. Juan Navarro/Euroleague Basketball/Getty Images)

Martin Hermannsson skoraði níu stig er Valencia tapaði með minnsta mun fyrir Baskonia í EuroLeague-deildinni í körfubolta í kvöld, 71-70.

Valencia byrjaði af rosalegum krafti og var 30-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en hægt og rólega komust Baskonia inn í leikinn.

Þeir voru svo með forystuna mest allan fjórða leikhlutann en Martin og félagar náðu þó að jafna um miðjan fjórða leikhlutann. Allt kom þó fyrir ekki og lokatölur 71-70 sigur Baskonia.

Martin sem var annar í valinu á íþróttamanni ársins, gerði níu stig, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu í kvöld.

Valencia er í sjöunda sæti EuroLeague en Baskonia í því níunda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×