Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2020 18:44 Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant. aðsend Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. Controlant þróar og framleiðir hug- og vélbúnað sem gerir lyfjafyrirtækjum á borð við Pfizer rauntímaupplýsingar um staðsetningu og ástand bóluefna og annarra lyfja, bæði í flutningi og geymslu. Flutningarnir eru flóknir í tilfelli bóluefnis Pfizer, sem þarf til dæmis að geymast við um 80 stiga frost. Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant sagði í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirtækið hefði stækkað hratt; tekjurnar hefðu tvöfaldast á þessu ári miðað við í fyrra og gert væri ráð fyrir að þær muni fimmfaldast á næsta ári. Starfsmenn séu nú hátt í 140 og fyrirtækið þannig þrefaldast að stærð á skömmum tíma. Fram hefur komið að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi viðrað hugmyndir við Pfizer um að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kveðst einnig hafa átt í óformlegum viðræðum við Pfizer. Með viðræðunum hafa Þórólfur og Kári það að markmiði að tryggja sem mest bóluefni og bólusetja jafnvel alla þjóðina. Þeir funduðu báðir með Pfizer í gær en hafa ekki viljað upplýsa um hvað fór þar fram. Gísli sagði í Reykjavík síðdegis að þau hjá Controlant hafi „reynt að setja inn gott orð“ hjá Pfizer í þessu samhengi. „[…] og reynt að nýta okkar sambönd til að reyna að ná smá athygli innan Pfizer. […] Það hefur verið ágætlega tekið í það en það sem Pfizer glímir við núna er að það er miklu meiri eftirspurn heldur en framboð,“ sagði Gísli. „Það væri mjög spennandi ef þessi rannsóknarvinkill, sem Þórólfur og Kári eru að reyna að setja á með Pfizer myndi virka, og auðvitað vonar maður innilega að það gangi eftir. Ég hef sjálfur sett inn beiðni, farið eins hátt upp í Pfizer og ég hef beinan aðgang að, til að láta vita af þessu.“ Höfum sennilega fengið mest bóluefni miðað við höfðatölu Gísli kvaðst hafa fengið svör um að beiðninni verði komið áleiðis en benti á að fólkið sem Controlant vinnur mest með innan Pfizer tengist dreifingu bóluefnisins, ekki ákvörðunum um hverjir fái efnið. „En við sjáum til. Við höfum sennilega, miðað við höfðatölu, fengið mest bóluefni hingað til. En betur má ef duga skal.“ Líkt og fram hefur komið hófust bólusetningar með Pfizer-bóluefninu á Íslandi í morgun. Ísland hefur nú tryggt sér skammta frá Pfizer fyrir 125 þúsund manns. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08 Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. 29. desember 2020 13:04 „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28 Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Controlant þróar og framleiðir hug- og vélbúnað sem gerir lyfjafyrirtækjum á borð við Pfizer rauntímaupplýsingar um staðsetningu og ástand bóluefna og annarra lyfja, bæði í flutningi og geymslu. Flutningarnir eru flóknir í tilfelli bóluefnis Pfizer, sem þarf til dæmis að geymast við um 80 stiga frost. Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant sagði í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirtækið hefði stækkað hratt; tekjurnar hefðu tvöfaldast á þessu ári miðað við í fyrra og gert væri ráð fyrir að þær muni fimmfaldast á næsta ári. Starfsmenn séu nú hátt í 140 og fyrirtækið þannig þrefaldast að stærð á skömmum tíma. Fram hefur komið að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi viðrað hugmyndir við Pfizer um að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kveðst einnig hafa átt í óformlegum viðræðum við Pfizer. Með viðræðunum hafa Þórólfur og Kári það að markmiði að tryggja sem mest bóluefni og bólusetja jafnvel alla þjóðina. Þeir funduðu báðir með Pfizer í gær en hafa ekki viljað upplýsa um hvað fór þar fram. Gísli sagði í Reykjavík síðdegis að þau hjá Controlant hafi „reynt að setja inn gott orð“ hjá Pfizer í þessu samhengi. „[…] og reynt að nýta okkar sambönd til að reyna að ná smá athygli innan Pfizer. […] Það hefur verið ágætlega tekið í það en það sem Pfizer glímir við núna er að það er miklu meiri eftirspurn heldur en framboð,“ sagði Gísli. „Það væri mjög spennandi ef þessi rannsóknarvinkill, sem Þórólfur og Kári eru að reyna að setja á með Pfizer myndi virka, og auðvitað vonar maður innilega að það gangi eftir. Ég hef sjálfur sett inn beiðni, farið eins hátt upp í Pfizer og ég hef beinan aðgang að, til að láta vita af þessu.“ Höfum sennilega fengið mest bóluefni miðað við höfðatölu Gísli kvaðst hafa fengið svör um að beiðninni verði komið áleiðis en benti á að fólkið sem Controlant vinnur mest með innan Pfizer tengist dreifingu bóluefnisins, ekki ákvörðunum um hverjir fái efnið. „En við sjáum til. Við höfum sennilega, miðað við höfðatölu, fengið mest bóluefni hingað til. En betur má ef duga skal.“ Líkt og fram hefur komið hófust bólusetningar með Pfizer-bóluefninu á Íslandi í morgun. Ísland hefur nú tryggt sér skammta frá Pfizer fyrir 125 þúsund manns.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08 Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. 29. desember 2020 13:04 „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28 Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08
Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. 29. desember 2020 13:04
„Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent