Allir þrír íslensku körfuboltastrákarnir í spænsku deildinni í beinni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2020 08:00 Martin Hermannsson endar daginn með Valencia en hann átti mjög flottan leik með liðunu á dögunum. Getty/JM Casares Þrír leikir í ACB deildinni í körfubolta verða í beinni á sportstöðvunum í dag en öll Íslendingaliðin þrjú spila þá í sextándu umferð spænska körfuboltans. Haukur Helgi Pálsson byrjar veisluna, svo tekur við leikur með Tryggva Snæ Hlinasyni og loks er leikur með Martin Hermannssyni um kvöldið. Þetta eru einmitt síðustu þrír leikir leikir Íslendingaliðanna á árinu 2020 en þessir þrír urðu einmitt í þremur efstu sætunum í kjöri Körfuknattleikssambands Íslands á Körfuboltamanni ársins. Fyrsti leikur dagsins er leikur Iberostar Tenerife og MoraBanc Andorra sem hefst klukkan 14.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Haukur Helgi Pálsson og félagar í MoraBanc Andorra eru þar í heimsókn á Kanaríeyjum. Verkefnið verður ekki mikið erfiðara fyrir Hauk Helga og félaga enda er Iberostar Tenerife í öðru sæti deildarinnar með tólf sigra í fjórtán leikjum. MoraBanc Andorra er sjö sætum neðar með sjö sigra í þrettán leikjum. Haukur Helgi Pálsson er með 8,6 stig, 2,2 fráköst og 1,5 stoðsendingu að meðaltali á 17,5 mínútum í spænsku deildinni í vetur en hann hefur sett niður 43 prósent þriggja stiga skota sinna og skorað 1,4 þrista að meðaltali í leik. Annar leikur dagsins er leikur Casademont Zaragoza og TD Systems Baskonia sem hefst klukkan 17.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza fá þarna liðið í fjórða sæti í heimsókn en þeir sjálfir eru tólf sætum neðar í töflunni. Tryggvi Snær Hlinason er með 8,9 stig, 5,7 fráköst og 1,1 varið skot að meðaltali á 19,2 mínútum í leik í spænsku deildini í vetur en hann hefur nýtt 78 prósent skota sinna og troðið boltanum 29 sinnum í körfuna í fimmtán leikjum. Lokaleikur dagsins er leikur Valencia Basket Club og Acunsa GBC sem hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Martin Hermannsson og félagar í Valencia fá þarna neðsta lið deildarinnar í heimsókn. Valencia er í áttunda sæti með átta sigra í fjórtán leikjum. Martin Hermannsson er með 6,7 stig, 1,4 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali á 15,2 mínútum í leik en hann hefur nýtt 43 prósent þriggja stiga skota sinna og 88 prósent vítanna. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski körfuboltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson byrjar veisluna, svo tekur við leikur með Tryggva Snæ Hlinasyni og loks er leikur með Martin Hermannssyni um kvöldið. Þetta eru einmitt síðustu þrír leikir leikir Íslendingaliðanna á árinu 2020 en þessir þrír urðu einmitt í þremur efstu sætunum í kjöri Körfuknattleikssambands Íslands á Körfuboltamanni ársins. Fyrsti leikur dagsins er leikur Iberostar Tenerife og MoraBanc Andorra sem hefst klukkan 14.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Haukur Helgi Pálsson og félagar í MoraBanc Andorra eru þar í heimsókn á Kanaríeyjum. Verkefnið verður ekki mikið erfiðara fyrir Hauk Helga og félaga enda er Iberostar Tenerife í öðru sæti deildarinnar með tólf sigra í fjórtán leikjum. MoraBanc Andorra er sjö sætum neðar með sjö sigra í þrettán leikjum. Haukur Helgi Pálsson er með 8,6 stig, 2,2 fráköst og 1,5 stoðsendingu að meðaltali á 17,5 mínútum í spænsku deildinni í vetur en hann hefur sett niður 43 prósent þriggja stiga skota sinna og skorað 1,4 þrista að meðaltali í leik. Annar leikur dagsins er leikur Casademont Zaragoza og TD Systems Baskonia sem hefst klukkan 17.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza fá þarna liðið í fjórða sæti í heimsókn en þeir sjálfir eru tólf sætum neðar í töflunni. Tryggvi Snær Hlinason er með 8,9 stig, 5,7 fráköst og 1,1 varið skot að meðaltali á 19,2 mínútum í leik í spænsku deildini í vetur en hann hefur nýtt 78 prósent skota sinna og troðið boltanum 29 sinnum í körfuna í fimmtán leikjum. Lokaleikur dagsins er leikur Valencia Basket Club og Acunsa GBC sem hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Martin Hermannsson og félagar í Valencia fá þarna neðsta lið deildarinnar í heimsókn. Valencia er í áttunda sæti með átta sigra í fjórtán leikjum. Martin Hermannsson er með 6,7 stig, 1,4 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali á 15,2 mínútum í leik en hann hefur nýtt 43 prósent þriggja stiga skota sinna og 88 prósent vítanna. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Sjá meira