Neverland-búgarður Jackson seldur langt undir ásettu verði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2020 12:54 Söngvarinn Michael Jackson hélt meðal annars apa og fíl á búgarðinum. Getty/Carlo Allegri Neverland, búgarður poppstjörnunnar Michael Jackson heitins, hefur verið seldur fyrir 22 milljónir dollara, eða sem nemur rúmum 2,8 milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir að upphæðin kunni að hljóma há er hún engu að síður ekki nema fjórðungur af upphaflegum verðmiða eignarinnar. Það mun hafa verið milljarðamæringurinn Ron Burkle sem keypti eignina en kaupin hafa verið sögð vera algjör „þjófnaður.“ Eignin er í Los Olivos í Kaliforníu, ekki langt frá Santa Barbara. Eignin hefur um nokkurra ára skeið verið af og á til sölu en árið 2015 var eignin verðlögð á hundrað milljónir dollara. Síðan þá hefur upphæðin farið nokkuð lækkandi en síðast í fyrra hljóðaði verðmiðinn upp á 31 milljón dollara. Burkle er fyrrum samstarfsmaður Jackson og meðal stofnenda fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies. Neverland Ranch, fyrrum heimili Michael Jackson, skartaði meðal annars bæði skemmtigarði og dýragarði.Getty/Jason Mitchell Búgarðurinn var enn í eigu dánarbús Jackson ásamt fasteignafjárfestingasjóðs í stýringu Colont Capital að því er fram kemur í frétt Wall Street Journal um söluna. Sjálfur greiddi Jackson 19,5 milljónir dollara fyrir búgarðinn á sínum tíma árið 1987. Michael Jackson gerði Neverland-búgarðinn frægan en hann skartaði meðal annars járnbrautarlest, dýragarði og skemmtigarði þar sem var að finna bæði parísarhjól og hringekju. Þá hélt hann meðal annars oragnútan apa og fíl í dýragarði búgarðsins. Nafn sitt dró búgarðurinn af Hvergilandi, eða Neverland, úr sögunni um Pétur Pan. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eignin er í Los Olivos í Kaliforníu, ekki langt frá Santa Barbara. Eignin hefur um nokkurra ára skeið verið af og á til sölu en árið 2015 var eignin verðlögð á hundrað milljónir dollara. Síðan þá hefur upphæðin farið nokkuð lækkandi en síðast í fyrra hljóðaði verðmiðinn upp á 31 milljón dollara. Burkle er fyrrum samstarfsmaður Jackson og meðal stofnenda fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies. Neverland Ranch, fyrrum heimili Michael Jackson, skartaði meðal annars bæði skemmtigarði og dýragarði.Getty/Jason Mitchell Búgarðurinn var enn í eigu dánarbús Jackson ásamt fasteignafjárfestingasjóðs í stýringu Colont Capital að því er fram kemur í frétt Wall Street Journal um söluna. Sjálfur greiddi Jackson 19,5 milljónir dollara fyrir búgarðinn á sínum tíma árið 1987. Michael Jackson gerði Neverland-búgarðinn frægan en hann skartaði meðal annars járnbrautarlest, dýragarði og skemmtigarði þar sem var að finna bæði parísarhjól og hringekju. Þá hélt hann meðal annars oragnútan apa og fíl í dýragarði búgarðsins. Nafn sitt dró búgarðurinn af Hvergilandi, eða Neverland, úr sögunni um Pétur Pan.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent