Viðskipti erlent

Master­card hættir við­skiptum við Porn­hub

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mastercard hefur ákveðið að slíta tengsl við Pornhub.
Mastercard hefur ákveðið að slíta tengsl við Pornhub. Getty/Jakub Porzycki

Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð.

Fjallað var um málið í The New York Times fyrr í vikunni þar sem blaðamaðurinn Nicholas Kristof ásakaði síðuna um að á henni mætti finna upptökur af árásum á meðvitundarlausar konur og stelpur. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 

Pornhub hefur neitað ásökununum og hefur sagt að ákvörðun Mastercard „mjög svekkjandi.“

Mastercard hóf rannsókn á málinu eftir að ásakanirnar á hendur Pornhub komu fram. Kortafyrirtækið Visa hefur einnig hafið rannsókn á málinu og þar til niðurstaða hjá þeim liggur fyrir verður notendum síðunnar ekki mögulegt að greiða með greiðslukortum Visa.

Mastercard segir í yfirlýsingu að rannsókn þess hafi leitt í ljós að ásakanirnar séu réttar. Upptökur af ofbeldisverkum sé að finna á síðunni sem brjóti í bága við reglur Mastercard. Fjármálastofnunum sem tengja Mastercard við Pornhub hafi því verið gert að slíta tengslum fyrirtækjanna.

Þá segir í yfirlýsingunni að Mastercard muni hefja rannsókn á öðrum klámsíðum til þess að skera úr um hvort svipað efni sé þar að finna.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,43
13
174.486
EIK
2,33
7
106.910
EIM
1,44
7
184.158
MAREL
1,36
16
342.683
REGINN
1,31
14
63.048

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
-1,67
12
472.073
ICEAIR
-1,41
94
128.771
HAGA
-1,02
9
117.877
SKEL
-0,96
1
310
SYN
-0,92
2
10.857
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.