Viðskipti innlent

Hollandsflug frá Akureyri blásið af í vetur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt hefur boðið upp á flug á milli Akureyrar og Rotterdam með hollenska flugfélaginu Transavia.
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt hefur boðið upp á flug á milli Akureyrar og Rotterdam með hollenska flugfélaginu Transavia. Vísir/Tryggvi Páll

Ekkert verður af fyrirhuguðum flugferðum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel í vetur til og frá Akureyri, líkt og áætlað var.

Á dagskránni voru tíu ferðir frá Amsterdam til Akureyrar með hollenska flugfélaginu Transavia í febrúar og mars, en vegna kórónuveirufaraldursins hefur vetrardagskráin verið blásin af.

Í Hollandi, líkt og víðar í Evrópu, hefur smitum farið fjölgandi.

„Þar er fólki ráðlagt frá því að vera ferðast nokkuð,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N sem hefur verið Voigt Travel innanhandar.

Segir Hjalti að þrátt fyrir að útlit sé fyrir að von sé á bóluefni hafi vonin um það ekki nægt til að halda flugferðunum í vetur á dagskrá.

„Þetta er svo stuttur tími. Það færi þá engin sala af stað fyrr en í janúar og ferðirnar eiga að vera í febrúar og mars. Þetta er orðið of knappt,“ segir Hjalti Páll.

Áfram er stefnt að því að bjóða upp á flug á milli Hollands og Akureyrar í sumar, líkt og sumarið 2019. Stefnt er að vikulegum flugferðum frá 7. júní til loka ágúst, auk ferða veturinn 2022.

„Það er í raun enginn bilbugur á þeim að halda áfram með verkefnið en þetta því miður er niðurstaðan núna.“


Tengdar fréttir

Aflýsa beinu flugi til Akureyrar frá Hollandi í sumar

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þar með talið til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
3,68
39
799.319
REGINN
1,84
16
505.526
BRIM
1,75
3
26.943
ORIGO
1,38
7
18.709
ICESEA
1,24
28
377.891

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,1
64
132.896
ARION
-1,6
48
1.182.045
HAGA
-0,68
13
813.564
MAREL
-0,56
28
217.501
LEQ
-0,28
1
304
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.