Jól

Úti er alltaf að snjóa

Tinni Sveinsson skrifar
Valur Freyr Einarsson á sviðið í Jóladagatali Borgarleikhússins í dag.
Valur Freyr Einarsson á sviðið í Jóladagatali Borgarleikhússins í dag.

Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum.

Nú vantar bara jólasnjóinn

Jólin nálgast óðfluga. Jólaseríur eru komnar í glugga og brátt birtast barnaskórnir þar einnig. Piparkökur og mandarínur eru á borðum og ilmur af greni í lofti – nú vantar bara jólasnjóinn. Í jóladagatali dagsins syngur Valur Freyr lagið Úti er alltaf að snjóa eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni.

Klippa: Jóla­daga­tal Borgar­leik­hússins - 8. desember

Von er á sögum, söng og tónlist, fróðleik, gríni og gleði á hverjum degi fram að jólum frá Borgarleikhúsinu. Gluggar í Jóladagatali Borgarleikhússins eru birtir daglega hér á Vísi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.