Viðskipti innlent

66 starfs­menn Hertz endur­ráðnir

Atli Ísleifsson skrifar
Hertz, líkt og aðrar bílaleigur, hafa orðið fyrir algeru hruni í tekjum vegna heimsfaraldursins.
Hertz, líkt og aðrar bílaleigur, hafa orðið fyrir algeru hruni í tekjum vegna heimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm

66 starfsmenn bílaleigunnar Hertz á Íslandi, sem sagt var upp störfum í haust, verða endurráðnir.

Þetta segir Sigfús Bjarni Sigfússon, forstjóri Hertz, í samtali við Morgunblaðið.

Sigfús Bjarni segir að sökum ástandsins á markaði vegna heimsfaraldursins hafi fyrirtækið neyðst til að segja upp svo gott sem öllum í september, en að nú sé mikil bjartsýni á markaðnum. 

Hafi fréttir um bóluefni haft jákvæð áhrif, þó hann segi enn óljóst hvenær ferðamenn muni aftur láta sjá sig hér á landi.

Sigfús Bjarni sagði í samtali við Vísi í lok september að síðustu sumur, ef frá er talið síðastliðið sumar, hafi starfsmenn fyrirtækisins verið milli 130 og 140. Í haust hafi þeir verið um helmingur af þeim fjölda og hafi þeim svo nær öllum verið sagt upp.


Tengdar fréttir

66 manns sagt upp hjá Hertz

Öllu starfsfólki bílaleigunnar Hertz á Íslandi var sagt upp fyrir helgi. Var alls um 66 manns að ræða.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,09
85
283.996
BRIM
1,35
3
109.672
VIS
1,28
9
171.521
FESTI
1,05
6
67.546
MAREL
1,04
20
220.169

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,97
8
76.322
KVIKA
-0,23
13
107.345
EIM
-0,17
9
48.735
SKEL
0
1
1.310
EIK
0
4
3.501
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.