Innlent

Göngumaður fluttur af Esjunni á slysadeild

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Viðbragðsaðilar eru nýmættir á staðinn.
Viðbragðsaðilar eru nýmættir á staðinn. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur flutt göngumann, sem rann og slasaðist á Esjunni fyrir um klukkutíma síðan, á slysadeild. Þetta staðfestir varðstjóri slökkviliðs og upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu. 

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, slökkviliðið og lögreglan var kölluð út vegna slyss sem varð ofarlega í Esjunni um klukkan hálf eitt í dag. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. 

Útkall barst um klukkan hálf eitt og komu viðbragðsaðilar á staðinn rétt eftir klukkan eitt. Þyrla Gæslunnar flutti manninn á Landspítala en félagi göngumannsins sem slasaðist er nú á leiðinni niður af fjallinu í fylgd viðbragðsaðila að sögn Davíðs. 

Slysið varð í Gunnlaugsskarði, þar sem maðurinn hrasaði á klaka og féll. Aðstæður fyrir viðbragðsaðila voru erfiðar, mikill ís á fjallinu og bratti.  

Um 12:30 í dag var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út vegna slyss í Esjunni. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn...

Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Saturday, December 5, 2020

Fréttin var uppfærð klukkan 13:49.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×