Viðskipti innlent

Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum

Kristján Már Unnarsson skrifar
Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson eiga fyrirtækið Kalksalt ehf. á Flateyri.
Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson eiga fyrirtækið Kalksalt ehf. á Flateyri. Egill Aðalsteinsson

Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru.

Í skemmu við höfnina á Flateyri voru þau Sæbjörg Freyja Gísladóttir og maður hennar Eyvindur Atli Ásvaldsson að búa sendingu til kaupenda. Varan er endurunnið salt.

„Salt frá fiskvinnslum, meðal annars Odda frá Patreksfirði. Við erum að endurnýta salt sem annars væri hent, sem er búið að nota í fisk, og steypa úr því saltbætifötur fyrir skepnur,“ segir Sæbjörg Freyja, forstjóri Kalksalts, í fréttum Stöðvar 2.

Eyvindur búinn að hlaða jeppann af bætiefnafötum sem eru á leið til bænda.Egill Aðalsteinsson

Þau blanda svo í saltið allskyns bætiefnum, eins og vítamínum, kalkþörungum, melassa og hvítlauk.

„Þetta er fyrir sauðfé, nautgripi og hesta. Og einstaka geitur hafa fengið þetta líka,“ segir Eyvindur Atli, sem er kokkur á Hótel Ísafirði að aðalstarfi, en kallar sig þrælinn í þessu verkefni.

Þau keyptu fyrirtækið í fyrra og keppa við innflutta saltsteina.

Sæbjörg sýnir kalksaltsteina sem búið er að blanda með melassa.Egill Aðalsteinsson

„Allar aðrar bætiefnafötur og saltsteinar eru innflutt. Þessvegna er fyrirtækið okkar bara á fljúgandi siglingu núna. Af því að bændur – og allir – við viljum versla bara íslenska vöru,“ segir Sæbjörg.

Meira í frétt Stöðvar 2:


Tengdar fréttir

Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna

Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa.

Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala

Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.