Viðskipti innlent

Kjartan til Isavia

Atli Ísleifsson skrifar
Kjartan Briem.
Kjartan Briem. Isavia

Kjartan Briem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Isavia ANS og mun hann hefja störf 1. janúar næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar segir að Kjartan hafi langa reynslu af alþjóðlegum samskiptum, og hafi unnið á fjarskiptamarkaðnum á Íslandi í yfir 20 ár, lengst af sem stjórnandi á tæknisviði og nú síðast sem framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone á Íslandi.

„Kjartan er með M.Sc-gráðu í rafmagnsverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU) með áherslu á fjarskipti.

Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu, þ.m.t flugumferðarþjónustu, fjarskipta- og leiðsögukerfa og aðra skylda starfsemi,“ segir í tilkynningunni. 


Tengdar fréttir

Kjartan kveður eftir tuttugu ára starf

Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone, hefur ákveðið að láta af störfum frá og með næstkomandi áramótum. Að þeim tíma loknum mun Kjartan hverfa til annarra verkefna að því er segir í tilkynningu til Kauphallar. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×