Handbolti

Alexander raðaði inn mörkum í Evrópu­sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alexander glaður í bragði.
Alexander glaður í bragði. Uwe Anspach/Getty

Alexander Petersson var sjóðandi heitur í Evrópuhandboltanum í kvöld.

Alexander Petersson skoraði sex mörk er Rhein Neckar Löwen vann sex marka sigur á Grundfos Tatabanya KC, 32-26, í EHF bikarnum í dag.

Rhein Neckar Löwen gerði út um leikinn í fyrri hálfleiknum en Ljónin skoruðu 21 mark í fyrri hálfleiknum og leiddu 15-11 í hálfleik.

Alexander var næst markahæsti leikmaður vallarins en markahæsti leikmaðurinn var Uwe Gensheimer sem skoraði sjö mörk. Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað.

Ljónin eru því með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina í D-riðlinum en Tatabanya er á botninum án stiga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.