Agnar Smári: Erfitt að viðurkenna að maður sé með þennan sjúkdóm Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 26. nóvember 2020 21:00 Agnar Smári í leik með Val. Vísir/Bára Agnar Smári Jónsson var gestur Svövu Kristínar Grétarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar opnar hann sig um átröskun en hann hefur glímt við sjúkdóminn undanfarin sex ár. Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals í Olís deild karla í handbolta, var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar opnar Agnar Smári sig um átröskun sem hann hefur glímt við undanfarin sex ár, segir hann sjúkdóminn „tabú“ karlmönnum. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Floppaði í atvinnmennsku Agnar Smári, er tvöfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍBV ásamt því að fagnað deildarmeistaratitli Olís deildarinnar með bæði ÍBV og Val. Agnar Smári, reyndi fyrir sér í atvinnumennsku árið 2015. Hann skrifaði þá undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Mors-Thy. Stoppaði hann þó stutt við í Danmörku og sneri aftur heim til Vestmannaeyja, á láni til ÍBV. Agnar Smári í leik með ÍBV á sínum tíma.vísir/vilhelm Eftir erfiðan tíma í atvinnumennsku reyndi Agnar Smári að snúa við blaðinu, fór óhefðbundnar leiðir sem leiddu til þess að hann hefur nú glímt við átröskun síðustu sex ár „Ég dett í svona maníur [Innskot: Oflæti] og ætla bara að bomba mér í form. Það eru ótrúlega margir sem spyrja mig út í það af hverju ég sé svona mikið jó-jó.“ „Það er skrítið að segja þetta í sjónvarpi. Kem frá Danmörku, nýbúinn að floppa í atvinnumennsku þar og ég byrja að æla. Síðustu sex ár er ég búinn að vera að berjast við búlimíu [Innskot: Lotugræðgi] mjög mikla búlimíu,“ sagði Agnar Smári, sem var þarna að opna sig um sjúkdóminn opinberlega í fyrsta sinn. „Ég kom heim með skottið á milli lappanna. Ég og þjálfarinn náðum ekki vel saman og ég fór að leita í mat úti. Ég kom aðeins þyngri heim og hef alltaf átt auðvelt með að æla. Svo gerist þetta bara hægt og rólega að ég fór að æla eftir að hafa borðað.“ „Það er erfitt að sannfæra sjálfan sig að maður sé með þennan sjúkdóm, maður hugsar alltaf „svona kemur ekki fyrir mig,“ bætti Agnar við um þennan erfiða sjúkdóm. Þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi „Þegar þú ert í íþróttum er ógeðslega mikið hugsað um líkamlegt ástand, sem ég skil alveg. Auðvitað er pressa að vera í góðu formi en þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi.“ Agnar Smári segir vandamálið algengara en margir gera sér grein fyrir og að umræðan um átröskun hjá karlmönnum sé ekki nægilega hávær. „Það er byggð svo mikil ímynd á karlmenn og kvenmenn í íþróttaheimi að þú eigir að vera svona og svona. Það sem mér finnst vanta er tal um heilbrigt líferni,“ sagði Agnar að endingu. Klippa: Agnar Smári opnar sig um átröskun Íslenski handboltinn Handbolti Valur Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals í Olís deild karla í handbolta, var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum Lífið utan leiksins sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar opnar Agnar Smári sig um átröskun sem hann hefur glímt við undanfarin sex ár, segir hann sjúkdóminn „tabú“ karlmönnum. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Floppaði í atvinnmennsku Agnar Smári, er tvöfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍBV ásamt því að fagnað deildarmeistaratitli Olís deildarinnar með bæði ÍBV og Val. Agnar Smári, reyndi fyrir sér í atvinnumennsku árið 2015. Hann skrifaði þá undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Mors-Thy. Stoppaði hann þó stutt við í Danmörku og sneri aftur heim til Vestmannaeyja, á láni til ÍBV. Agnar Smári í leik með ÍBV á sínum tíma.vísir/vilhelm Eftir erfiðan tíma í atvinnumennsku reyndi Agnar Smári að snúa við blaðinu, fór óhefðbundnar leiðir sem leiddu til þess að hann hefur nú glímt við átröskun síðustu sex ár „Ég dett í svona maníur [Innskot: Oflæti] og ætla bara að bomba mér í form. Það eru ótrúlega margir sem spyrja mig út í það af hverju ég sé svona mikið jó-jó.“ „Það er skrítið að segja þetta í sjónvarpi. Kem frá Danmörku, nýbúinn að floppa í atvinnumennsku þar og ég byrja að æla. Síðustu sex ár er ég búinn að vera að berjast við búlimíu [Innskot: Lotugræðgi] mjög mikla búlimíu,“ sagði Agnar Smári, sem var þarna að opna sig um sjúkdóminn opinberlega í fyrsta sinn. „Ég kom heim með skottið á milli lappanna. Ég og þjálfarinn náðum ekki vel saman og ég fór að leita í mat úti. Ég kom aðeins þyngri heim og hef alltaf átt auðvelt með að æla. Svo gerist þetta bara hægt og rólega að ég fór að æla eftir að hafa borðað.“ „Það er erfitt að sannfæra sjálfan sig að maður sé með þennan sjúkdóm, maður hugsar alltaf „svona kemur ekki fyrir mig,“ bætti Agnar við um þennan erfiða sjúkdóm. Þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi „Þegar þú ert í íþróttum er ógeðslega mikið hugsað um líkamlegt ástand, sem ég skil alveg. Auðvitað er pressa að vera í góðu formi en þú ert ekki í góðu formi ef andlega formið er ekki í lagi.“ Agnar Smári segir vandamálið algengara en margir gera sér grein fyrir og að umræðan um átröskun hjá karlmönnum sé ekki nægilega hávær. „Það er byggð svo mikil ímynd á karlmenn og kvenmenn í íþróttaheimi að þú eigir að vera svona og svona. Það sem mér finnst vanta er tal um heilbrigt líferni,“ sagði Agnar að endingu. Klippa: Agnar Smári opnar sig um átröskun
Íslenski handboltinn Handbolti Valur Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira