Viðskipti innlent

Vig­fús Bjarni mun stýra Fjöl­skyldu­þjónustu kirkjunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Vigfús Bjarni Albertsson var valinn úr hópi fimm umsækjenda.
Vigfús Bjarni Albertsson var valinn úr hópi fimm umsækjenda. Vísir/Vilhelm

Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur hefur verið ráðinn í forstöðumannsstöðu Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur hefur verið ráðinn í forstöðumannsstöðu Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

Á vef Þjóðkirkjunnar kemur fram að fimm hafi sótt um stöðuna og muni Vigfús Bjarni hefja störf sem forstöðumaður innan tíðar.

„Sr. Vigfús Bjarni er fæddur í Reykjavík 1975. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1995 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 2001. Þá lauk hann M.Th.- prófi frá Luther Seminary í Minnesote í Bandaríkjunum árið 2003.

Hann var vígður til sjúkrahúsprestsþjónustu 2005 á Landspítala-Háskólasjúkrahús. Árið 2018-2019 starfaði hann sem mannauðsstjóri þjóðkirkjunnar.

Sr. Vigfús hefur kennt meðfram starfi sínu sem sjúkrahúsprestur á ýmsum námskeiðum við Endurmenntun Háskóla Íslands, og verið fyrirlesari í hjúkrunarfræðideild og læknadeild. Þá hefur hann verið annar umsjónarmanna með sálgæslunámi á meistarastigi við endurmenntun H.Í., sem sett var á laggirnar 2018.

Jafnframt hefur hann flutt fjölda fyrirlestra um sorg og áföll, komið að handleiðslu, og birt greinar í ýmsum tímaritum sem tengst hafa sálgæslu.

Sr. Vigfús Bjarni hefur setið í stjórn Prestafélags Íslands og sat eitt kjörtímabil á kirkjuþingi,“ segir í tilkynningunni.

Á vef kirkjunnar segir að Fjölskylduþjónustan sé þjónusta við hjón, fólk í sambúð, fjölskyldur og einstaklinga, sem finnst þeir vera í einhvers konar vanda í samskiptum við sína nánustu og vilja finna nýjar lausnir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×