Körfubolti

Martin og félagar lágu fyrir Tenerife

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Martin Hermannsson
Martin Hermannsson vísir/getty

Martin Hermannsson og félagar í Valencia mættu öflugu liði Tenerife í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Úr varð hörkuleikur þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna en Valencia var í forystu fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.

Þá sigu Tenerife hins vegar fram úr og unnu að lokum sex stiga sigur, 89-95.

Martin lék rúmar 12 mínútur í liði Valencia. Hann gerði sex stig og gaf fimm stoðsendingar en Klemen Prepelic var stigahæstur í liði Valencia með tuttugu stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.