Viðskipti innlent

Gæti stefnt í ó­efni dragist á­standið á langinn

Atli Ísleifsson skrifar
Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Visir/Baldur Hrafnkell/Vilhelm

Jólaverslunin er komin af stað og er það mat Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, að síðustu ár hafi fólk farið að huga að jólainnkaupunum sífellt fyrr.

Hann segir að fjöldatakmarkanir sem sóttvarnayfirvöld hafa sett ráði því, að fólk vilji hafa tímann fyrir sér og forðast langar biðraðir. Það gæti þó stefnt í óefni hjá fyrirtækjum ef ástandinu linnir ekki brátt.

Andrés segir að jólaverslunin hafi verið að síga upp á við síðustu daga og vikur og að heimsfaraldurinn hafi þau áhrif á kauphegðun landans, að æ fleiri notist við netið þegar kaupa skuli inn.

Sömuleiðis séu stórir alþjóðlegir kaupdagar – dagur einhleypra, svartur föstudagur og rafrænn mánudagur – allir í nóvember sem þýði að sífellt stærri hluti jólaverslunarinnar hefjist fyrr.

Stefnir í biðraðir

Andrés segir að svo virðist sem að þróunin hafi haldið áfram í ár. 

„Ég hef það mjög á tilfinningunni að hún sé það. Fólk greinilega undirbýr sig betur og ástæðan er einkum og sér í lagi sú að þessar fjöldatakmarkanir sem sóttvarnayfirvöld hafa sett, þær hafa þau áhrif að fólk vill hafa tímann fyrir sér. Vill ekki bíða í biðröðum sem óneitanlega stefni í að verði langar ef þessu ástandi linnir ekki.

Það er þó einmitt það sem við höfum helst áhyggjur af í sambandi við þessar komandi vikur - þetta er náttúrulega langmikilvægasti tíminn hjá langflestum verslunarfyrirtækjum - að ef sóttvarnayfirvöld slaka ekki á þessum fjöldatakmörkunum sem eru við lýði núna, þá hika ég ekki við að segja að það stefnir í óefni í desember,“ segir Andrés.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
1,59
6
5.366
REITIR
1,15
4
248.100
EIK
0,78
1
504
SJOVA
0,53
1
378
ARION
0,13
2
55.662

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-1,96
4
14.642
SVN
-1,41
11
46.811
BRIM
-1,31
6
34.390
SIMINN
-0,81
1
500
MAREL
-0,48
1
834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.