Aron Pálmarsson vill að hætt verði við HM í handbolta í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 08:03 Aron Pálmarsson í landsleik í Laugardalshöllinni. Vísir/Andri Marinó Aron Pálmarsson og félagar hans í íslenska handboltalandsliðinu eru á leiðinni til Egyptalands í janúar til að keppa á HM í handbolta. Þetta verður fyrsta stórmótið síðan að Aron tók alfarið við fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins. Aron er hins vegar í hópi margra sem telja það vera út í hött að halda heimsmeistaramót í miðjum heimsfaraldri. „Það á að aflýsa þessu móti. Ég skil ekki hvers vegna er verið að fljúga okkur þagnað og láta okkur spila um verðlaun undir þessum kringumstæðum,“ sagði Aron Pálmarsson í viðtali við þýska miðilinn NDR. Der deutsche Nationalspieler Patrick #Wiencek vom #THWKiel hat sich gegen die Austragung der #HandballWM im Januar in Ägypten ausgesprochen - und ist damit nicht der einzige. https://t.co/0WVTmQUd4J— NDR Sport (@NDRsport) November 16, 2020 Aron er ekki eina handboltastjarnan sem vill hætta við heimsmeistaramótið því í þeim hópi eru líka þýski landsliðsmaðurinn Patrick Wiencek og hinn króatíski Domagoj Duvnjak sem leikur með THW Kiel. „Það er engin spurning að það á að aflýsa þessu móti. Það eru mikilvægari hlutir en HM, eins og heilsa fólks, og því miður gleymist það fljótt,“ sagði Patrick Wiencek. „Þetta er of hættulegt,“ sagði Domagoj Duvnjak. TV2 í Danmörku segir frá þessum óánægjuröddum meðal bestu handboltamanna heims og þá er líka búist við því að fleiri stjörnur láti heyra í sér á næstunni. Þjóðverjinn Uwe Gensheimer er aftur á móti í hópi þeirra sem telur að handboltinn þurfi á þessu heimsmeistaramóti að halda. „Á hverju ári þá horfa milljónir á HM í sjónvarpinu og það hjálpar íþróttinni okkar gríðarlega mikið. Við þurfum á þessu móti að halda,“ sagði Uwe Gensheimer. Heimsmeistaramótið í handbolta í janúar átti að vera sögulegt mót því í fyrsta sinn taka þátt í því 32 þjóðir. Mótið er líka haldið í heimalandi forseta Alþjóða handboltasambandsins, Hassan Moustafa, sem eykur líkurnar á því að það verði pressað í gegn. https://t.co/UPtMlAC5RM— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) November 16, 2020 Danski landsliðsmaðurinn Henrik Møllgaard er viss um að þessu heimsmeistaramóti verði aldrei frestað. „Málið er að þetta mót á að fara fram í Egyptalandi, hjá doktor Hassan Moustafa. Ég er því hundrað prósent viss um að þetta heimsmeistaramót fari fram. Hann mun ekki aflýsa því,“ sagði Henrik Møllgaard við TV 2 Sport. Stærð mótsins með 32 liðum gerir það enn flóknara verkefni að halda slíkt mót og flækjustigið er mikið ekki síst þegar kórónuveiran herjar að úr öllum áttum. Guðmundur Guðmundsson gat tilkynnt inn 35 leikmenn sem koma til greina í HM-hópinn hans en það eru sjö fleiri en vanalega. Þá verða tuttugu leikmenn í lokahópnum í stað átján eins og venjulega. Bæði kemur til vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó á HM en þrjú efstu liðin komst í milliriðil. Tvö lið úr hverjum milliriðli komast síðan í átta liða úrslit en heimsmeistaramótið klárast síðan á útsláttarkeppni milli átta bestu þjóðanna. HM 2021 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Aron Pálmarsson og félagar hans í íslenska handboltalandsliðinu eru á leiðinni til Egyptalands í janúar til að keppa á HM í handbolta. Þetta verður fyrsta stórmótið síðan að Aron tók alfarið við fyrirliðastöðu íslenska landsliðsins. Aron er hins vegar í hópi margra sem telja það vera út í hött að halda heimsmeistaramót í miðjum heimsfaraldri. „Það á að aflýsa þessu móti. Ég skil ekki hvers vegna er verið að fljúga okkur þagnað og láta okkur spila um verðlaun undir þessum kringumstæðum,“ sagði Aron Pálmarsson í viðtali við þýska miðilinn NDR. Der deutsche Nationalspieler Patrick #Wiencek vom #THWKiel hat sich gegen die Austragung der #HandballWM im Januar in Ägypten ausgesprochen - und ist damit nicht der einzige. https://t.co/0WVTmQUd4J— NDR Sport (@NDRsport) November 16, 2020 Aron er ekki eina handboltastjarnan sem vill hætta við heimsmeistaramótið því í þeim hópi eru líka þýski landsliðsmaðurinn Patrick Wiencek og hinn króatíski Domagoj Duvnjak sem leikur með THW Kiel. „Það er engin spurning að það á að aflýsa þessu móti. Það eru mikilvægari hlutir en HM, eins og heilsa fólks, og því miður gleymist það fljótt,“ sagði Patrick Wiencek. „Þetta er of hættulegt,“ sagði Domagoj Duvnjak. TV2 í Danmörku segir frá þessum óánægjuröddum meðal bestu handboltamanna heims og þá er líka búist við því að fleiri stjörnur láti heyra í sér á næstunni. Þjóðverjinn Uwe Gensheimer er aftur á móti í hópi þeirra sem telur að handboltinn þurfi á þessu heimsmeistaramóti að halda. „Á hverju ári þá horfa milljónir á HM í sjónvarpinu og það hjálpar íþróttinni okkar gríðarlega mikið. Við þurfum á þessu móti að halda,“ sagði Uwe Gensheimer. Heimsmeistaramótið í handbolta í janúar átti að vera sögulegt mót því í fyrsta sinn taka þátt í því 32 þjóðir. Mótið er líka haldið í heimalandi forseta Alþjóða handboltasambandsins, Hassan Moustafa, sem eykur líkurnar á því að það verði pressað í gegn. https://t.co/UPtMlAC5RM— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) November 16, 2020 Danski landsliðsmaðurinn Henrik Møllgaard er viss um að þessu heimsmeistaramóti verði aldrei frestað. „Málið er að þetta mót á að fara fram í Egyptalandi, hjá doktor Hassan Moustafa. Ég er því hundrað prósent viss um að þetta heimsmeistaramót fari fram. Hann mun ekki aflýsa því,“ sagði Henrik Møllgaard við TV 2 Sport. Stærð mótsins með 32 liðum gerir það enn flóknara verkefni að halda slíkt mót og flækjustigið er mikið ekki síst þegar kórónuveiran herjar að úr öllum áttum. Guðmundur Guðmundsson gat tilkynnt inn 35 leikmenn sem koma til greina í HM-hópinn hans en það eru sjö fleiri en vanalega. Þá verða tuttugu leikmenn í lokahópnum í stað átján eins og venjulega. Bæði kemur til vegna kórónuveirufaraldursins. Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó á HM en þrjú efstu liðin komst í milliriðil. Tvö lið úr hverjum milliriðli komast síðan í átta liða úrslit en heimsmeistaramótið klárast síðan á útsláttarkeppni milli átta bestu þjóðanna.
HM 2021 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira