Körfubolti

„Valur bakkaði ekki inn með bíl af gullstöngum og setti fyrir framan húsið mitt“

Ísak Hallmundarson skrifar

Pavel Ermolinskij var gestur hjá Svövu Kristínu Grétarsdóttur í þættinum Líf utan leiksins. Þar fór hann meðal annars yfir félagsskipti sín frá KR og yfir í erkifjendurna í Val. 

„Það sáu bara allir að þetta var komið gott hjá mér persónulega. Síðasta árið mitt í KR bauð ég ekki upp á bestu útgáfuna af sjálfum mér. 

Hlutirnir einhvernveginn æxluðust þannig að yfir sumarið hægt og rólega byrjaði einhver hugmynd að myndast í kollinum á mér og hún óx þangað til það var ekki lengur spurning að ég væri að fara,“ sagði Pavel.

Pavel er ósáttur við þá umræðu að félagsskipti hans til Vals hafi komið til vegna peninga.

„Þetta stigmagnast úr því að það er farið að tala um að ég sé að fara þarna út af peningum, sem er alrangt. Ég fæ vel borgað í Val, ég er mjög vel launaður íslenskur körfuboltamaður, ég var vel launaður fyrir þetta og ég gæti verið vel launaður annarsstaðar. Valur bakkaði ekki inn með bíl af gullstöngum og setti fyrir framan húsið mitt.“

Nánar má hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.