Handbolti

Aron skoraði þrjú mörk í þægi­legum sigri | 52. sigur Börsunga í röð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fátt fær stöðvað Aron Pálmarsson og liðsfélaga þessa dagana.
Fátt fær stöðvað Aron Pálmarsson og liðsfélaga þessa dagana. Barcelona

Aron Pálmarsson skorraði þrjú mörk í níu marka sigri Barcelona á Puente Genil í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Var þetta 52. sigur Börsunga í röð í öllum keppnum.

Leikurinn var óhemju jafn ef miðað er við undanfarna deildarleiki Barcelona en liðið ber höfuð og herðar yfir mótherja sína á Spáni. Fór það svo að leiknum lauk með niu marka sigri, lokatölur 29-20.

Aron skoraði eins og áður sagði þrjú mörk en hann tók fimm skot í leiknum.

Barcelona er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eða 22 talsins eftir að hafa spilað 11 leiki.

Ekki nóg með að það eru komnir 52 leikir síðan Barcelona tapaði síðast leik heldur hefur liðið unnið alla 52 leiki sína. Tapið kom gegn ungverska liðinu Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu þann 14. september á síðasta ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.