Viðskipti innlent

Ráðinn kynningar­stjóri Krabba­meins­fé­lagsins

Atli Ísleifsson skrifar
Björn Teitsson.
Björn Teitsson. Ómar Sverrisson

Björn Teitsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem nýr kynningarstjóri.

Í tilkynningu kemur fram að Björn hafi víðtæka reynslu af kynningarmálum og miðlun.

„Hann var m.a. upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi og fréttamaður á Fréttastofu RÚV. Síðastliðin tvö ár hefur Björn verið í mastersnámi í evrópskum borgarfræðum í Weimar í Þýskalandi. Áður hafði hann lokið BA-gráðu í sagnfræði og þýsku, auk diplómaprófs í menningarfræðum, alþjóðasamskiptum og CPLF-prófs í frönsku.

Björn kemur til með að sinna samskiptum við fjölmiðla og upplýsingagjöf og miðlun fyrir hönd Krabbameinsfélagsins með margvíslegum hætti. Björn hefur nú þegar hafið störf,“ segir í tilkynningunni.

Einnig segir að Björn sé 39 ára og í sambúð með Unu Kristínu Jónsdóttur textíllistakonu. Þá eigi hann sér margvísleg áhugamál á borð við matarmenningu og matreiðslu, skipulags-og samgöngumál og alls konar nytsamlegur sem ónytsamlegur fróðleikur um sögu og listir. „Skemmtilegast af öllu þykir Birni þó að spila körfubolta eða fara í göngutúra með labrador-hundinum Esju.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×