Makamál

Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Makamál fengu til liðs við sig vel valda álitsgjafa og úr varð fimm klukkustunda langur lagalisti með kynþokkfyllstu lögunum. 
Makamál fengu til liðs við sig vel valda álitsgjafa og úr varð fimm klukkustunda langur lagalisti með kynþokkfyllstu lögunum. 

Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn!

Svo er það tónlistin sem lætur okkur finna fyrir kynþokkanum í allri sinni dýrð. Tónarnir og taktarnir sem koma þér í daðursgírinn. Tónlistin sem þig langar að heyra í svefnherberginu eða á stefnumótinu.

Í sumar gerðu Makamál lagalista með 50 bestu lögunum til að hlusta á í ástarsorg. Í þetta skiptið fengu Makamál til liðs við sig vel valda og þokkafulla álitsgjafa og settu saman fimm klukkustunda langan Spotify lagalista þar sem kynþokkinn ræður ríkjum. 

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Spotify lagalistann hér:

Hér fyrir neðan segja álitsgjafarnir frá sínum uppáhalds kynþokkafullu lögum sem koma þeim í réttu stemmninguna. Einnig fylgja með nokkur sjóðandi heit tónlistarmyndbönd. 


Margeir Steinar Ingólfsson - Hugsmiður og plötusnúður 

 • Love Is Stronger Than Pride – Sade

Þetta er náttúrulega nautnafyllsta ástarlag sem samið hefur verið.

 • Down – Aaron Carl

 Svo er það hinn endinn á spektrúminu. Hrátt hömluleysi! Þar sem menn koma sér beint að efninu og tala mannamál.


Gunnþórunn Jónsdóttir - Blaða- og kvikmyndagerðakona og plötusnúður

 • NxWorries - Anderson.Paak & Knxwledge – Droogs

Þetta lag fann ég á Spotify í byrjun árs 2019. Það greip mig um leið og ég spilaði það margoft fyrir maka og vini sem voru ekki að kveikja strax. Svo allt í einu varð þetta mesti hittarinn sem vekur alltaf mikla lukku.

 • Desafinado – Stan Getz & Joao Gilberto

Þetta lag á hjarta mitt.

 • Wicked Games – Chris Isaak

Ef þetta klassíska lag tendrar ekki bál í öllum sem draga andann þá veit ég ekki hvað. Þetta er án efa kynþokkafyllsta lag og myndband ever.


Sunna Ben - Fjöllistakona og plötusnúður

 • How Does It Feel - D'Angelo

D'Angelo er náttúrulega það heitasta sem hefur gerst, það klikkar aldrei.

 • Darling Nikki -Prince

Þetta er svona lag sem ég fæ gæsahúð yfir í hvert einasta sinn sem ég heyri það og atriðið þar sem hann reiði-hömpar hátalarana meðan hann orgar það í Purple rain gerði mjög mikið fyrir mig sem ungling þegar ég var enn að átta mig á því hvað væri hot og hvað væri not. Sveittur Prince í leðurbuxum trónir enn ansi ofarlega á hot listanum.

 • WAP - Cardi B og Megan Thee Stallion

WAP kemur rosalega sterkt inn af því að það virkar vel á mig sem konu að heyra konur segja hvað þær vilja og lýsa sínum upplifunum. Tilbreyting frá karlkyns röppurum að góla um að láta sjúga sig allan daginn. Það gerir afar lítið fyrir mig.


Gísli Galdur - tónlistarmaður og plötusnúður

 • One Mo'Gin - D'Angelo

Öll Voodoo platan er náttúrulega bara ein stór orgía fyrir eyrun. Þetta lag toppar samt í löðrandi kynþokka sínum; hægt, blítt, grúví, salt og sætt!

 • Ballade de Melody Nelson - Jane Birkin, Serge Gainsbourg

Þetta lag inniheldur einhvern ótrúlegan kynferðisþokka eins og svo margt frá frökkunum. Hvísl Jane Birkin, strengjaútsetningarnar, sándið á bassanum og mjúki og grófi Gainsbourg. Fullnæging á mörgum sviðum!

 • Nasty Boy - Trabant

Ég veit að það er kannski bannað að setja lög með sjálfum sér, en það er bara eitthvað við þessa söngtöku hans Ragnars sem er bara svo fáránlega skítugt og fallegt. Við reyndum oft að taka hana upp aftur því að það var svo mikið skrjáfur í leðurjakkanum hans Ragga í upprunalegu tökunni, en án árangurs. Þetta var pjúra one take eins og maður segir á slæmri íslensku, þar sem Raggi fór á kostum í kynferðislegri orku sinni í upptökunni! Trabant liðar íslenskuðu heitið á laginu og það er, Skítagutti!


Sóley Kristjánsdóttir - Vörumerkjastjóri og plötusnúður

 • Ginuwine - Pony
 • Aaliyah - If your girl only knew
 • Etta James - I just wanna make love to you
 • Weeknd - High for this
 • Beyoncé - Naughty Girl

Benedikt Freyr Jónsson - Benni B-Ruff plötusnúður

 • Dillalude – Kaamal
 • SiR – D'Evils

Ellen Loftsdóttir stílisti og plötusnælda

 • Dance Tonight – Lucy Pearl
 • Doin' it – LL Cool J
 • You're Makin' Me High - Tony Braxton

Svala Björgvinsdóttir söngkona

 • Belong to you - Sabrina Claudio feat. 6Black
 • Lost in the fire - Gesaffelstein feat. The Weeknd
 • Pour it up – Rihanna

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.