Körfubolti

Haukur Helgi með kórónuveiruna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Helgi í leik með Morabanc Andorra fyrr á leiktíðinni.
Haukur Helgi í leik með Morabanc Andorra fyrr á leiktíðinni. ANDORRA TWITTER

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson og leikmaður Andorra í spænska körfuboltanum er með kórónuveiruna.

Þetta staðfesti hann í Domino’s Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld.

Haukur Helgi greindist með veiruna í gær en bar sig samt vel. Hann sagði í samtali við Kjartan Atla Kjartansson þáttarstjórnanda að hann væri bara örlítið slappur en annars góður.

Reglurnar á Spáni eru þannig að leikmenn fara í próf þremur dögum fyrir hvern leik en sex dagar eru síðan fyrstu leikmenn Andorra fóru að greinast. Nú eru einungis þrír úr starfs- og leikmannahópi sem ekki hafa greinst með veiruna.

Síðustu fjórum leikjum Andorra hefur verið frestað; þremur í deildinni og einum í EuroCup. Næsti áætlaði leikur liðsins er gegn Antwerp í EuroCup á miðvikudaginn kemur.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Haukur HelgiFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.