Bjóðum fólk velkomið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 11:00 Við sem búum á Íslandi höfum það alla jafna mjög gott. Þó að veðrið leiki okkur stundum grátt búum við mjög vel. Við erum eitt ríkasta land í heimi og höfum byggt okkur öflugt velferðarkerfi. Við höfum flest nóg að bíta og brenna en sannarlega er það viðvarandi verkefni að tryggja öllum gott viðurværi alltaf. Þannig virkar gott og heilbrigt samfélag. Það ætti því ekki að koma okkur á óvart að hingað sækir fólk sem vill setjast að og búa sér gott heimili. Sá hópur er ekki einsleitur. Þar er um að ræða fólk sem flýr hræðilegar aðstæður og fólk með mjög háar tekjur sem hefur heyrt að hér sé friðsælt að vera í fallegu landi. Og allt þar á milli. Það er lykilatriði að við séum tilbúin að taka á móti fjölbreyttri flóru fólks. Við höfum til þess ákveðna ferla og reglur. En ferlar og reglur ná bara ákveðið langt þegar talað er um fólk og stundum kemur í ljós að ferlarnir eru ekki gagnlegir. Sem dæmi má nefna veitingu atvinnuleyfa hér á landi en þar eru alltof margar flækjur. Til að sækja um atvinnuleyfi hér á landi má til dæmis ekki vera á landinu og þú verður að vera með ráðningarsamning og í sumum tilfellum þarf atvinnurekandi að tryggja húsnæði. Þannig er fólk alfarið upp á sinn atvinnurekanda komið. Það er ekkert svigrúm fyrir fólk sem hefur ef til vill komið hingað, kunnað vel við, sig og viljað setjast að. Til þess þarf að fara aftur úr landi. Ef þú kemur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA eða Færeyja, mæta þér ótal flækjustig. Þannig útilokum við fólk. Við útilokum fjölbreyttan hópfólks sem vill búa hér og vill taka þátt í að auðga okkar góða samfélag. Ég hef ásamt þingflokki Vinstri grænna lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að tekið verði á þessum málum. Tillagan snýr að því að stofnaður verði starfshópur sem fengi það verkefni að móta tillögur um að auka réttindi útlendinga til atvinnu hér á landi. Það er mikilvægt að við slíka vinnu sé mikið samráð við aðila vinnumarkaðarins og því leggjum við til að í þeim hópi eigi sæti fulltrúar Alþýðusambands Íslands, BSRB, BHM, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Fólksflutningar hafa aukist mjög síðustu ár vegna styrjalda, borgarastríða, skertra mannréttinda og loftslagsvár meðal annars. Það er því mikilvægt að við lítum í eigin barm og athugum hvaða ferla má bæta til að fólk viti hvert það getur leitað. Undanfarin ár hefur umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi til dæmis fjölgað mikið. Sumir sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi falla utan skilgreininga um það hverjir skuli hljóta vernd, svo sem um pólítíska flóttamenn. Fái fólk synjun um alþjóðlega vernd hefur það enga aðra leið til að óska þess að vera hér áfram. Kerfið, sem er mannanna verk, leyfir það ekki. Þetta viljum við Vinstri græn laga. Við viljum búa hér til kerfi og samfélag sem tekur fólki opnum örmum. Til þess eru margar leiðir. Að bæta ferla í kringum atvinnuleyfi útlendinga er eitt skref í rétta átt. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Alþingi Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Opnari staða Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Kaflaskil Jón Kaldal Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Við sem búum á Íslandi höfum það alla jafna mjög gott. Þó að veðrið leiki okkur stundum grátt búum við mjög vel. Við erum eitt ríkasta land í heimi og höfum byggt okkur öflugt velferðarkerfi. Við höfum flest nóg að bíta og brenna en sannarlega er það viðvarandi verkefni að tryggja öllum gott viðurværi alltaf. Þannig virkar gott og heilbrigt samfélag. Það ætti því ekki að koma okkur á óvart að hingað sækir fólk sem vill setjast að og búa sér gott heimili. Sá hópur er ekki einsleitur. Þar er um að ræða fólk sem flýr hræðilegar aðstæður og fólk með mjög háar tekjur sem hefur heyrt að hér sé friðsælt að vera í fallegu landi. Og allt þar á milli. Það er lykilatriði að við séum tilbúin að taka á móti fjölbreyttri flóru fólks. Við höfum til þess ákveðna ferla og reglur. En ferlar og reglur ná bara ákveðið langt þegar talað er um fólk og stundum kemur í ljós að ferlarnir eru ekki gagnlegir. Sem dæmi má nefna veitingu atvinnuleyfa hér á landi en þar eru alltof margar flækjur. Til að sækja um atvinnuleyfi hér á landi má til dæmis ekki vera á landinu og þú verður að vera með ráðningarsamning og í sumum tilfellum þarf atvinnurekandi að tryggja húsnæði. Þannig er fólk alfarið upp á sinn atvinnurekanda komið. Það er ekkert svigrúm fyrir fólk sem hefur ef til vill komið hingað, kunnað vel við, sig og viljað setjast að. Til þess þarf að fara aftur úr landi. Ef þú kemur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA eða Færeyja, mæta þér ótal flækjustig. Þannig útilokum við fólk. Við útilokum fjölbreyttan hópfólks sem vill búa hér og vill taka þátt í að auðga okkar góða samfélag. Ég hef ásamt þingflokki Vinstri grænna lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að tekið verði á þessum málum. Tillagan snýr að því að stofnaður verði starfshópur sem fengi það verkefni að móta tillögur um að auka réttindi útlendinga til atvinnu hér á landi. Það er mikilvægt að við slíka vinnu sé mikið samráð við aðila vinnumarkaðarins og því leggjum við til að í þeim hópi eigi sæti fulltrúar Alþýðusambands Íslands, BSRB, BHM, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Fólksflutningar hafa aukist mjög síðustu ár vegna styrjalda, borgarastríða, skertra mannréttinda og loftslagsvár meðal annars. Það er því mikilvægt að við lítum í eigin barm og athugum hvaða ferla má bæta til að fólk viti hvert það getur leitað. Undanfarin ár hefur umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi til dæmis fjölgað mikið. Sumir sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi falla utan skilgreininga um það hverjir skuli hljóta vernd, svo sem um pólítíska flóttamenn. Fái fólk synjun um alþjóðlega vernd hefur það enga aðra leið til að óska þess að vera hér áfram. Kerfið, sem er mannanna verk, leyfir það ekki. Þetta viljum við Vinstri græn laga. Við viljum búa hér til kerfi og samfélag sem tekur fólki opnum örmum. Til þess eru margar leiðir. Að bæta ferla í kringum atvinnuleyfi útlendinga er eitt skref í rétta átt. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar