Körfubolti

Segir Tryggva Snæ orðið full­þroskað kvikindi | Martin stýrði endur­komunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason verður bara betri og betri.
Tryggvi Snær Hlinason verður bara betri og betri. vísir/getty

Rýnt var í leik Zaragoza og Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í síðasta þætti Domino´s Körfuboltakvölds. Þar mættust landsliðsmennirnir Tryggvi Snær Hlinason og Martin Hermannsson.

„Tryggvi var frábær framan af og var að gera mikið af þessu, troða honum af krafti,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, er myndbrot af Tryggva að hamra knettinum í körfuna spilast.

„Hann var frábær í þessum leik. Þessi nýting hjá honum, hann tekur ekki heimsk skot, enga vitleysu. Hann er með 80 prósent skotnýtingu, þetta er fáheyrt. Hann er alveg með þetta og þetta er ofboðslega mikill munur og þegar hann var að spila hér, þetta er orðið fullþroskað kvikindi, “ sagði Kristinn Geir Friðriksson um frábæra frammistöðu Tryggva í leiknum.

Zaragoza hóf leikinn gegn Valencia af miklum krafti. Tryggvi var þar í raun besti maðurinn en Valencia kom til baka og var það Martin sem leiddi endurkomu liðsins. Leiknum lauk með níu stiga sigri Valencia, 93-84.

Martin gerði 16 stig ásamt því að taka þrjú fráköst. Tryggvi Snær gerði 11 stig ásamt því að taka níu fráköst.

Klippa: Ræddu leik Tryggva og Martins á Spáni

Hér að neðan ofan sjá innslag Domino´s Körfuboltakvölds um leik þeirra félaga. Þá minnum við á leik Tryggva Snæs og Hauks Helga Pálssonar á Stöð 2 Sport 4 klukkan 11.20 á morgun. Martin Hermannsson mun svo stýra liði Valencia gegn Real Madrid á sömu stöð klukkan 17.20.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.