Viðskipti innlent

Tuttugu og sex sagt upp í Bláa lóninu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bláa lónið hefur undanfarin ár verið einn allra vinsælasti áfangastaður ferðamanna sem koma til landsins.
Bláa lónið hefur undanfarin ár verið einn allra vinsælasti áfangastaður ferðamanna sem koma til landsins. Vísir/Vilhelm

Bláa lónið hefur sagt upp 26 starfsmönnum. Lónið verður lokað í nóvember og aðeins opið um helgar í desember.Þetta staðfestir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins við mbl.is sem greinir frá.

Þar segir að 26 starfsmönnum verði sagt upp nú um mánaðarmótin og er það til viðbótar þeim starfsmönnum sem þegar hafa fengið uppsögn frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst.

403 starfsmönnum var sagt upp í maí vegna áhrifa faraldursins en á mbl.is kemur fram að um 100 manns séu nú starfandi á vegum fyrirtækisins. 

Grímur segist í samtali við mbl.is vonast til þess að geta endurráðið starfsmennina 26 aftur, áður en að uppsagnarfrestur þeirra rennur út, og „helst fleiri þegar að birta tekur á ný,“ líkt og hann orðar það á vef mbl.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,77
18
654.460
VIS
1,62
15
256.765
SYN
1,21
6
15.650
REITIR
0,83
8
71.159
SIMINN
0,65
4
127.431

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,09
4
148.355
TM
-1,96
6
144.833
ICESEA
-1,12
3
19.596
REGINN
-1,06
3
134.733
SKEL
-1,04
11
253.157
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.