Viðskipti innlent

Þrjátíu og sex sagt upp hjá fyrirtæki í veitingageiranum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Vinnumálastofnun barst í gærkvöldi tilkynning um hópuppsögn. Um er að ræða fyrstu hópuppsögnina í þessum mánuði. Þar var á ferðinni fyrirtæki í veitingageiranum og segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar að þrjátíu og sex manns hafi misst vinnuna.

Unnur segir að ekki sé þó loku fyrir það skotið að fleiri hópuppsagnir berist stofnuninni enda enn nokkrir dagar eftir af októbermánuði.

Í september bárust Vinnumálastofnun níu tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem 324 starfsmönnum var sagt upp störfum.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,77
18
654.460
VIS
1,62
15
256.765
SYN
1,21
6
15.650
REITIR
0,83
8
71.159
SIMINN
0,65
4
127.431

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,09
4
148.355
TM
-1,96
6
144.833
ICESEA
-1,12
3
19.596
REGINN
-1,06
3
134.733
SKEL
-1,04
11
253.157
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.