Martha: Gat ekki hætt án þess að fá að njóta þess að spila síðasta leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 11:00 Martha Hermannsdóttir fagna með liðu KA/Þór í bikarúrslitunum í Höllinni á síðustu leiktíð. Vísir/Daníel Martha Hermannsdóttir hefur dregið vagninn í kvennahandboltanum á Akureyri undanfarin ár og Seinni bylgjan heimsótti tannlækninn á Akureyri í þætti sínum í gær. „Þetta æðislegt lið sem við erum með núna og við erum með há markmið. Auðvitað er þetta COVID aðeins búið að setja strik í reikninginn. Við byrjuðum vel og vorum komnar á gott ‚run' og þetta er því pínu erfitt að þurfa að stoppa svona. Við erum búnar að fá að æfa þannig að við getum ekki kvartað,“ sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Við erum búnar að æfa vel og erum ótrúlega samheldnar og spenntar að fá að byrja aftur,“ sagði Martha en sigurinn á Fram í Meistarakeppni HSÍ hlýtur að hafa gefið liðinu mikið. Martha er sammála því. Ekkert leyndarmál að okkur langar í úrslitakeppnina „Ég vissi alveg að við værum búinn að fá mikinn liðstyrk með því að fá Rut en auðvitað vissum við ekki hvar við myndum standa miðað við í fyrra. Það sýndi okkur að við erum dálítið góðar. Það gaf okkur líka sjálfstraust inn í Íslandsmótið. Við verðum auðvitað að passa það að halda okkur á jörðinni því maður er ekki bestur þótt að maður vinni einn leik. Við erum með góð markmið sem við ætlum að reyna að fylgja,“ sagði Martha en má segja frá þessum markmiðum opinberlega? Skjámynd/S2 Sport „Auðvitað er markmiðið að komast í úrslitakeppnina. KA/Þór hefur ekki verið að komast í úrslitakeppnina og okkar langar að komast aftur í bikarúrslitin og gera betri hluti þar. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Martha. En hvað með Mörthu sjálfa. Var hún að íhuga það að hætta fyrir þetta tímabil og hefur hún kannski hugsað um það áður? „Ég er búin að segja það mjög oft að ég ætli að hætta en ég var alveg ákveðin í því að hætta í vor. Svo kláruðum við ekki deildina og mér fannst leiðinlegt að spila ekki síðasta leikinn. Ég vissi alltaf að ég myndi sjá eftir því að vita ekki að þetta væri síðasta leikurinn minn til að njóta hans í botn,“ sagði Martha. Vissi að Rut væri dásamleg „Mér fannst ég ekki geta hætt í miðju móti en líka út af því að Rut ákvað að koma. Ég vissi að hún væri dásamleg og var því spennt að spila með henni og kynnast henni betur. Það studdi líka þá ákvörðun að halda áfram,“ sagði Martha en verður þetta þá ekki endilega síðasta árið hennar. Landsliðskonan Rut Jónsdóttir er í liði KA/Þórs.VÍSIR/HAG „Jú ég held að ég sé alveg ákveðin í því. Skrokkurinn er aðeins farinn að segja til sín en ég gef ekkert út að ég sé að hætta. Ég sé til hvernig verður og hvernig þetta endar núna,“ sagði Martha. Martha er tannlæknir á Akureyri en hvernig fer það saman að vera tannlæknir og vera í handbolta? „Það fer ótrúlega vel saman. Ég rek þessa stofu hérna og ræð mér þá sjálf. Ég get alltaf fært til ef að það eru æfingar snemma og unnið þá lengur einhverja daga. Það er pínu erfitt núna af því að planið er að vera með í þessari Evrópukeppni,“ sagði Martha og bætti við: Aðstoðarstúlkurnar svitnuðu „Við drógumst á móti ítölsku liði og þær svitnuðu aðstoðarstúlkurnar mínar þegar þær sáu að ég þyrfti kannski að vera í fjórtán daga í burtu. Það gengur ekki þegar maður eru að reka svona stofu. Stundum er erfitt að geta ekki sagt; Ég ætla að vera í fríi, þegar þú ert með eigin rekstur. Yfirleitt fer þetta þó vel saman,“ sagði Martha. En hvað verður með þessa Evrópuleiki KA/Þór á móti ítalska félaginu Jomi Salerno sem er frá Suður-Ítalíu? „Ég veit það ekki. Fyrst vildu þær fá okkur út og ætluðu að kaupa leikinn og borga allt fyrir okkur úti. Við viljum ekki fara út til Ítalíu eins og staðan er núna. Ég fór og spilaði við þetta lið þegar ég var í Haukum. Þetta er geggjaður staður og ég var búin að segja við stelpurnar að ef ástandið væri ekki svona þá er strönd þarna og bara geðveikt að fara þarna. Þetta er svo svekkjandi og þá sérstaklega fyrir þessar ungu stelpur að geta ekki farið þarna út og prófað að spila,“ sagði Martha. „Við sendum á þær að við viljum fá þær hingað. Þær vilja kannski ekkert koma hingað eins og staðan er núna. Þetta er því allt í biðstöðu,“ sagði Martha en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Mörthu Hermannsdóttur Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Martha Hermannsdóttir hefur dregið vagninn í kvennahandboltanum á Akureyri undanfarin ár og Seinni bylgjan heimsótti tannlækninn á Akureyri í þætti sínum í gær. „Þetta æðislegt lið sem við erum með núna og við erum með há markmið. Auðvitað er þetta COVID aðeins búið að setja strik í reikninginn. Við byrjuðum vel og vorum komnar á gott ‚run' og þetta er því pínu erfitt að þurfa að stoppa svona. Við erum búnar að fá að æfa þannig að við getum ekki kvartað,“ sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Við erum búnar að æfa vel og erum ótrúlega samheldnar og spenntar að fá að byrja aftur,“ sagði Martha en sigurinn á Fram í Meistarakeppni HSÍ hlýtur að hafa gefið liðinu mikið. Martha er sammála því. Ekkert leyndarmál að okkur langar í úrslitakeppnina „Ég vissi alveg að við værum búinn að fá mikinn liðstyrk með því að fá Rut en auðvitað vissum við ekki hvar við myndum standa miðað við í fyrra. Það sýndi okkur að við erum dálítið góðar. Það gaf okkur líka sjálfstraust inn í Íslandsmótið. Við verðum auðvitað að passa það að halda okkur á jörðinni því maður er ekki bestur þótt að maður vinni einn leik. Við erum með góð markmið sem við ætlum að reyna að fylgja,“ sagði Martha en má segja frá þessum markmiðum opinberlega? Skjámynd/S2 Sport „Auðvitað er markmiðið að komast í úrslitakeppnina. KA/Þór hefur ekki verið að komast í úrslitakeppnina og okkar langar að komast aftur í bikarúrslitin og gera betri hluti þar. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Martha. En hvað með Mörthu sjálfa. Var hún að íhuga það að hætta fyrir þetta tímabil og hefur hún kannski hugsað um það áður? „Ég er búin að segja það mjög oft að ég ætli að hætta en ég var alveg ákveðin í því að hætta í vor. Svo kláruðum við ekki deildina og mér fannst leiðinlegt að spila ekki síðasta leikinn. Ég vissi alltaf að ég myndi sjá eftir því að vita ekki að þetta væri síðasta leikurinn minn til að njóta hans í botn,“ sagði Martha. Vissi að Rut væri dásamleg „Mér fannst ég ekki geta hætt í miðju móti en líka út af því að Rut ákvað að koma. Ég vissi að hún væri dásamleg og var því spennt að spila með henni og kynnast henni betur. Það studdi líka þá ákvörðun að halda áfram,“ sagði Martha en verður þetta þá ekki endilega síðasta árið hennar. Landsliðskonan Rut Jónsdóttir er í liði KA/Þórs.VÍSIR/HAG „Jú ég held að ég sé alveg ákveðin í því. Skrokkurinn er aðeins farinn að segja til sín en ég gef ekkert út að ég sé að hætta. Ég sé til hvernig verður og hvernig þetta endar núna,“ sagði Martha. Martha er tannlæknir á Akureyri en hvernig fer það saman að vera tannlæknir og vera í handbolta? „Það fer ótrúlega vel saman. Ég rek þessa stofu hérna og ræð mér þá sjálf. Ég get alltaf fært til ef að það eru æfingar snemma og unnið þá lengur einhverja daga. Það er pínu erfitt núna af því að planið er að vera með í þessari Evrópukeppni,“ sagði Martha og bætti við: Aðstoðarstúlkurnar svitnuðu „Við drógumst á móti ítölsku liði og þær svitnuðu aðstoðarstúlkurnar mínar þegar þær sáu að ég þyrfti kannski að vera í fjórtán daga í burtu. Það gengur ekki þegar maður eru að reka svona stofu. Stundum er erfitt að geta ekki sagt; Ég ætla að vera í fríi, þegar þú ert með eigin rekstur. Yfirleitt fer þetta þó vel saman,“ sagði Martha. En hvað verður með þessa Evrópuleiki KA/Þór á móti ítalska félaginu Jomi Salerno sem er frá Suður-Ítalíu? „Ég veit það ekki. Fyrst vildu þær fá okkur út og ætluðu að kaupa leikinn og borga allt fyrir okkur úti. Við viljum ekki fara út til Ítalíu eins og staðan er núna. Ég fór og spilaði við þetta lið þegar ég var í Haukum. Þetta er geggjaður staður og ég var búin að segja við stelpurnar að ef ástandið væri ekki svona þá er strönd þarna og bara geðveikt að fara þarna. Þetta er svo svekkjandi og þá sérstaklega fyrir þessar ungu stelpur að geta ekki farið þarna út og prófað að spila,“ sagði Martha. „Við sendum á þær að við viljum fá þær hingað. Þær vilja kannski ekkert koma hingað eins og staðan er núna. Þetta er því allt í biðstöðu,“ sagði Martha en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Mörthu Hermannsdóttur
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira