Vextir á lánum hækka hjá Íslandsbanka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2020 12:37 Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki ætlar að hækka vexti á húsnæðislánum í vikunni. Hækkunin nemur allt að 0,35 prósentustigum og nær til verðtryggðra húsnæðislána og lána á föstum óverðtryggðum vöxtum. Arion banki segir vexti ekki til skoðunar sem stendur. Landsbankinn segir sífellt lagt mat á stöðuna. Viðskiptablaðið greindi frá því á föstudag að Íslandsbanki ætlaði að hækka vexti vegna hærri fjármögnunarkostnaðar. Vaxtahækkunin nær bæði til verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Meginvextir Seðlabanka Íslands eru eitt prósent og var haldið óbreyttum við síðustu ákvörðun peningastefnunefndar bankans þann 7. október. Þeir hafa verið óbreyttir síðan í maí en höfðu lækkað um 3,5 prósentustig á einu ári þar á undan. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði í síðasta rökstuðningi peningarstefnunefndar. Engin tíðindi hjá hinum bönkunum Fréttastofa sendi skriflega fyrirspurn á Arion banka og Landsbankann. Spurt var hvort hækkun vaxta væri í farvatninu hjá bönkunum. „Arion banki er ekki að skoða að breyta vöxtum að svo stöddu,“ sagði í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúi Arion banka. „Landsbankinn metur sífellt vaxtastig á innlánsreikningum og útlánum, m.a. með hliðsjón af vöxtum Seðlabankans, vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum. Ekki er greint frá vaxtaákvörðunum fyrr en þær liggja fyrir,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Þessir vextir hækka hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ekki greint frá hækkununum á heimasíðu sinni enn sem komið er. Í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins kemur fram hvaða lán munu breytast, og hvernig: Verðtryggð húsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 1,95% í 2,05% Verðtryggð viðbótarhúsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 1,95% í 2,05% Fastir óverðtryggðir vextir húsnæðislána til 36 mánaða hækka úr 3,95% í 4,10% Fastir óverðtryggðir vextir viðbótarhúsnæðislána til 36 mánaða hækka úr 5,05% í 5,2% Fastir óverðtryggðir vextir húsnæðislána til 60 mánaða hækka úr 4,05% í 4,40% Fastir óverðtryggðir vextir viðbótarhúsnæðislána til 60 mánaða hækka úr 5,15% í 5,5% Fréttin var uppfærð. Í svar Arion banka til fréttastofu vantaði orðið ekki sem breytti algjörlega svari bankans. Í fyrri útgáfu stóð að bankinn hefði vextina til skoðunar. Hið rétta er að svo er ekki. Þetta var lagað um leið og Arion banki leiðrétti svar sitt. Íslenskir bankar Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Íslandsbanki ætlar að hækka vexti á húsnæðislánum í vikunni. Hækkunin nemur allt að 0,35 prósentustigum og nær til verðtryggðra húsnæðislána og lána á föstum óverðtryggðum vöxtum. Arion banki segir vexti ekki til skoðunar sem stendur. Landsbankinn segir sífellt lagt mat á stöðuna. Viðskiptablaðið greindi frá því á föstudag að Íslandsbanki ætlaði að hækka vexti vegna hærri fjármögnunarkostnaðar. Vaxtahækkunin nær bæði til verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Meginvextir Seðlabanka Íslands eru eitt prósent og var haldið óbreyttum við síðustu ákvörðun peningastefnunefndar bankans þann 7. október. Þeir hafa verið óbreyttir síðan í maí en höfðu lækkað um 3,5 prósentustig á einu ári þar á undan. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði í síðasta rökstuðningi peningarstefnunefndar. Engin tíðindi hjá hinum bönkunum Fréttastofa sendi skriflega fyrirspurn á Arion banka og Landsbankann. Spurt var hvort hækkun vaxta væri í farvatninu hjá bönkunum. „Arion banki er ekki að skoða að breyta vöxtum að svo stöddu,“ sagði í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúi Arion banka. „Landsbankinn metur sífellt vaxtastig á innlánsreikningum og útlánum, m.a. með hliðsjón af vöxtum Seðlabankans, vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum. Ekki er greint frá vaxtaákvörðunum fyrr en þær liggja fyrir,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Þessir vextir hækka hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ekki greint frá hækkununum á heimasíðu sinni enn sem komið er. Í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins kemur fram hvaða lán munu breytast, og hvernig: Verðtryggð húsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 1,95% í 2,05% Verðtryggð viðbótarhúsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 1,95% í 2,05% Fastir óverðtryggðir vextir húsnæðislána til 36 mánaða hækka úr 3,95% í 4,10% Fastir óverðtryggðir vextir viðbótarhúsnæðislána til 36 mánaða hækka úr 5,05% í 5,2% Fastir óverðtryggðir vextir húsnæðislána til 60 mánaða hækka úr 4,05% í 4,40% Fastir óverðtryggðir vextir viðbótarhúsnæðislána til 60 mánaða hækka úr 5,15% í 5,5% Fréttin var uppfærð. Í svar Arion banka til fréttastofu vantaði orðið ekki sem breytti algjörlega svari bankans. Í fyrri útgáfu stóð að bankinn hefði vextina til skoðunar. Hið rétta er að svo er ekki. Þetta var lagað um leið og Arion banki leiðrétti svar sitt.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira