Vextir á lánum hækka hjá Íslandsbanka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2020 12:37 Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki ætlar að hækka vexti á húsnæðislánum í vikunni. Hækkunin nemur allt að 0,35 prósentustigum og nær til verðtryggðra húsnæðislána og lána á föstum óverðtryggðum vöxtum. Arion banki segir vexti ekki til skoðunar sem stendur. Landsbankinn segir sífellt lagt mat á stöðuna. Viðskiptablaðið greindi frá því á föstudag að Íslandsbanki ætlaði að hækka vexti vegna hærri fjármögnunarkostnaðar. Vaxtahækkunin nær bæði til verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Meginvextir Seðlabanka Íslands eru eitt prósent og var haldið óbreyttum við síðustu ákvörðun peningastefnunefndar bankans þann 7. október. Þeir hafa verið óbreyttir síðan í maí en höfðu lækkað um 3,5 prósentustig á einu ári þar á undan. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði í síðasta rökstuðningi peningarstefnunefndar. Engin tíðindi hjá hinum bönkunum Fréttastofa sendi skriflega fyrirspurn á Arion banka og Landsbankann. Spurt var hvort hækkun vaxta væri í farvatninu hjá bönkunum. „Arion banki er ekki að skoða að breyta vöxtum að svo stöddu,“ sagði í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúi Arion banka. „Landsbankinn metur sífellt vaxtastig á innlánsreikningum og útlánum, m.a. með hliðsjón af vöxtum Seðlabankans, vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum. Ekki er greint frá vaxtaákvörðunum fyrr en þær liggja fyrir,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Þessir vextir hækka hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ekki greint frá hækkununum á heimasíðu sinni enn sem komið er. Í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins kemur fram hvaða lán munu breytast, og hvernig: Verðtryggð húsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 1,95% í 2,05% Verðtryggð viðbótarhúsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 1,95% í 2,05% Fastir óverðtryggðir vextir húsnæðislána til 36 mánaða hækka úr 3,95% í 4,10% Fastir óverðtryggðir vextir viðbótarhúsnæðislána til 36 mánaða hækka úr 5,05% í 5,2% Fastir óverðtryggðir vextir húsnæðislána til 60 mánaða hækka úr 4,05% í 4,40% Fastir óverðtryggðir vextir viðbótarhúsnæðislána til 60 mánaða hækka úr 5,15% í 5,5% Fréttin var uppfærð. Í svar Arion banka til fréttastofu vantaði orðið ekki sem breytti algjörlega svari bankans. Í fyrri útgáfu stóð að bankinn hefði vextina til skoðunar. Hið rétta er að svo er ekki. Þetta var lagað um leið og Arion banki leiðrétti svar sitt. Íslenskir bankar Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Íslandsbanki ætlar að hækka vexti á húsnæðislánum í vikunni. Hækkunin nemur allt að 0,35 prósentustigum og nær til verðtryggðra húsnæðislána og lána á föstum óverðtryggðum vöxtum. Arion banki segir vexti ekki til skoðunar sem stendur. Landsbankinn segir sífellt lagt mat á stöðuna. Viðskiptablaðið greindi frá því á föstudag að Íslandsbanki ætlaði að hækka vexti vegna hærri fjármögnunarkostnaðar. Vaxtahækkunin nær bæði til verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Meginvextir Seðlabanka Íslands eru eitt prósent og var haldið óbreyttum við síðustu ákvörðun peningastefnunefndar bankans þann 7. október. Þeir hafa verið óbreyttir síðan í maí en höfðu lækkað um 3,5 prósentustig á einu ári þar á undan. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði í síðasta rökstuðningi peningarstefnunefndar. Engin tíðindi hjá hinum bönkunum Fréttastofa sendi skriflega fyrirspurn á Arion banka og Landsbankann. Spurt var hvort hækkun vaxta væri í farvatninu hjá bönkunum. „Arion banki er ekki að skoða að breyta vöxtum að svo stöddu,“ sagði í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúi Arion banka. „Landsbankinn metur sífellt vaxtastig á innlánsreikningum og útlánum, m.a. með hliðsjón af vöxtum Seðlabankans, vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum. Ekki er greint frá vaxtaákvörðunum fyrr en þær liggja fyrir,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Þessir vextir hækka hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ekki greint frá hækkununum á heimasíðu sinni enn sem komið er. Í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins kemur fram hvaða lán munu breytast, og hvernig: Verðtryggð húsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 1,95% í 2,05% Verðtryggð viðbótarhúsnæðislán með vaxtaendurskoðun hækka úr 1,95% í 2,05% Fastir óverðtryggðir vextir húsnæðislána til 36 mánaða hækka úr 3,95% í 4,10% Fastir óverðtryggðir vextir viðbótarhúsnæðislána til 36 mánaða hækka úr 5,05% í 5,2% Fastir óverðtryggðir vextir húsnæðislána til 60 mánaða hækka úr 4,05% í 4,40% Fastir óverðtryggðir vextir viðbótarhúsnæðislána til 60 mánaða hækka úr 5,15% í 5,5% Fréttin var uppfærð. Í svar Arion banka til fréttastofu vantaði orðið ekki sem breytti algjörlega svari bankans. Í fyrri útgáfu stóð að bankinn hefði vextina til skoðunar. Hið rétta er að svo er ekki. Þetta var lagað um leið og Arion banki leiðrétti svar sitt.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira