Skoðun

Afreksmaðurinn

Gunnar Dan Wiium skrifar

Í gærkvöld sáum við fjölskyldan leikna sjónvarpsmynd um frægustu fimleikakonu allra tíma. Ung amerísk. Undrabarn með meðfædda hæfileika á sviði fimleika.

Þessir meðfæddu hæfileikar spiluðu svo saman með félagslegum aðstæðum, því baklandi sem hún hafði sem og meðfæddri skapgerð til leiksins.

Allir þættir til staðar sem gerðu hana af margföldum heimsmeistara og ólympíufara. Sönn goðsögn.

Fékk mig, litla mig til að hugsa um hvað ég hef afrekað í lífinu og hver mælikvarðinn er sem segir til hvort um afrek sé að ræða eða ekki. Þessi stanslausi samanburður sem ýmist segir mér að ég sé ýmist betri eða verri. Spurningin þá er, betri eða verri en hver?

Er ég að stefna að framförum minnar eigin getu gærdagsins eða er ég með stöðuga sýn útávið sem svo er filteruð af ótta við mistök og höfnun? Er ég að upplifa tíma og afstöðuleysi í leiknum sem knýr mig í núvitund? Þessa núvitund sem framkallar frítt flæði og hámarks getu og frammistöðu.

Stefni ég að sigri til að skara fram úr öðrum eða stefni ég að sigri til setja mælinn sem stefnu fyrir þá sem fylgja? Er ásetningur og metnaður minn hreinn eða er ég knúinn af girnd og ótta?

Þetta eru mikilvægar spurningar sem varða flest eða ekki öll svið lífsins. Ég lít til baka og finn að ég á erfitt með að viðurkenna sigrana í lífi mínu. Ég virðist eiga auðveldara með að deila sársauka og ósigrum.

Ég lít til baka og sé staði í lifi mínu þar sem ég tók svokölluð leap of faith í átt inn i óvissu en með trú og óljósa sýn á ákveðna niðurstöðu.

Ég sé að ég hef stigið inn í óttan og lagt í verkefni sem hefðu snúið mig niður í fyrsta andartaki, ef ég hefði reynt að sjá fyrir mér heild í stað þess að einblína bara á fyrsta skrefið.

Vöxtur felst í trú og samkennd. Samkennd sem segir mér að ég sé hinir. Samkennd sem segir að égið mitt geti alveg eins og önnur ég. Samkenndin færir mig áfram skref fyrir skref inn á ótroðnar slóðir. Þessu mun aldrei ljúka.

Skrefið sem ég tek í dag er að skilja þennan veruleika. Ekki svo ég geti baðað mig í þekkingu og visku heldur svo ég geti deilt honum með mínu nærumhverfi.

Í formi uppeldis deilum við, ábyrgir foreldrar visku sem við höfum öðlast í gegnum gleði og sorg. Sigra og ósigra.

Áfram við, afreksfólk og áhrifavaldar!!

Höfundur starfar sem smíðakennariAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.