Afreksmaðurinn Gunnar Dan Wiium skrifar 25. október 2020 13:00 Í gærkvöld sáum við fjölskyldan leikna sjónvarpsmynd um frægustu fimleikakonu allra tíma. Ung amerísk. Undrabarn með meðfædda hæfileika á sviði fimleika. Þessir meðfæddu hæfileikar spiluðu svo saman með félagslegum aðstæðum, því baklandi sem hún hafði sem og meðfæddri skapgerð til leiksins. Allir þættir til staðar sem gerðu hana af margföldum heimsmeistara og ólympíufara. Sönn goðsögn. Fékk mig, litla mig til að hugsa um hvað ég hef afrekað í lífinu og hver mælikvarðinn er sem segir til hvort um afrek sé að ræða eða ekki. Þessi stanslausi samanburður sem ýmist segir mér að ég sé ýmist betri eða verri. Spurningin þá er, betri eða verri en hver? Er ég að stefna að framförum minnar eigin getu gærdagsins eða er ég með stöðuga sýn útávið sem svo er filteruð af ótta við mistök og höfnun? Er ég að upplifa tíma og afstöðuleysi í leiknum sem knýr mig í núvitund? Þessa núvitund sem framkallar frítt flæði og hámarks getu og frammistöðu. Stefni ég að sigri til að skara fram úr öðrum eða stefni ég að sigri til setja mælinn sem stefnu fyrir þá sem fylgja? Er ásetningur og metnaður minn hreinn eða er ég knúinn af girnd og ótta? Þetta eru mikilvægar spurningar sem varða flest eða ekki öll svið lífsins. Ég lít til baka og finn að ég á erfitt með að viðurkenna sigrana í lífi mínu. Ég virðist eiga auðveldara með að deila sársauka og ósigrum. Ég lít til baka og sé staði í lifi mínu þar sem ég tók svokölluð leap of faith í átt inn i óvissu en með trú og óljósa sýn á ákveðna niðurstöðu. Ég sé að ég hef stigið inn í óttan og lagt í verkefni sem hefðu snúið mig niður í fyrsta andartaki, ef ég hefði reynt að sjá fyrir mér heild í stað þess að einblína bara á fyrsta skrefið. Vöxtur felst í trú og samkennd. Samkennd sem segir mér að ég sé hinir. Samkennd sem segir að égið mitt geti alveg eins og önnur ég. Samkenndin færir mig áfram skref fyrir skref inn á ótroðnar slóðir. Þessu mun aldrei ljúka. Skrefið sem ég tek í dag er að skilja þennan veruleika. Ekki svo ég geti baðað mig í þekkingu og visku heldur svo ég geti deilt honum með mínu nærumhverfi. Í formi uppeldis deilum við, ábyrgir foreldrar visku sem við höfum öðlast í gegnum gleði og sorg. Sigra og ósigra. Áfram við, afreksfólk og áhrifavaldar!! Höfundur starfar sem smíðakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í gærkvöld sáum við fjölskyldan leikna sjónvarpsmynd um frægustu fimleikakonu allra tíma. Ung amerísk. Undrabarn með meðfædda hæfileika á sviði fimleika. Þessir meðfæddu hæfileikar spiluðu svo saman með félagslegum aðstæðum, því baklandi sem hún hafði sem og meðfæddri skapgerð til leiksins. Allir þættir til staðar sem gerðu hana af margföldum heimsmeistara og ólympíufara. Sönn goðsögn. Fékk mig, litla mig til að hugsa um hvað ég hef afrekað í lífinu og hver mælikvarðinn er sem segir til hvort um afrek sé að ræða eða ekki. Þessi stanslausi samanburður sem ýmist segir mér að ég sé ýmist betri eða verri. Spurningin þá er, betri eða verri en hver? Er ég að stefna að framförum minnar eigin getu gærdagsins eða er ég með stöðuga sýn útávið sem svo er filteruð af ótta við mistök og höfnun? Er ég að upplifa tíma og afstöðuleysi í leiknum sem knýr mig í núvitund? Þessa núvitund sem framkallar frítt flæði og hámarks getu og frammistöðu. Stefni ég að sigri til að skara fram úr öðrum eða stefni ég að sigri til setja mælinn sem stefnu fyrir þá sem fylgja? Er ásetningur og metnaður minn hreinn eða er ég knúinn af girnd og ótta? Þetta eru mikilvægar spurningar sem varða flest eða ekki öll svið lífsins. Ég lít til baka og finn að ég á erfitt með að viðurkenna sigrana í lífi mínu. Ég virðist eiga auðveldara með að deila sársauka og ósigrum. Ég lít til baka og sé staði í lifi mínu þar sem ég tók svokölluð leap of faith í átt inn i óvissu en með trú og óljósa sýn á ákveðna niðurstöðu. Ég sé að ég hef stigið inn í óttan og lagt í verkefni sem hefðu snúið mig niður í fyrsta andartaki, ef ég hefði reynt að sjá fyrir mér heild í stað þess að einblína bara á fyrsta skrefið. Vöxtur felst í trú og samkennd. Samkennd sem segir mér að ég sé hinir. Samkennd sem segir að égið mitt geti alveg eins og önnur ég. Samkenndin færir mig áfram skref fyrir skref inn á ótroðnar slóðir. Þessu mun aldrei ljúka. Skrefið sem ég tek í dag er að skilja þennan veruleika. Ekki svo ég geti baðað mig í þekkingu og visku heldur svo ég geti deilt honum með mínu nærumhverfi. Í formi uppeldis deilum við, ábyrgir foreldrar visku sem við höfum öðlast í gegnum gleði og sorg. Sigra og ósigra. Áfram við, afreksfólk og áhrifavaldar!! Höfundur starfar sem smíðakennari
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar