Lögreglan – okkar allra? Arna Þórdís Árnadóttir skrifar 23. október 2020 15:30 Ég er hugsi eftir umræður undanfarinna daga um lögregluþjóninn sem varð uppvís að notkun fána á búningi sínum sem vægast sagt hafa neikvæða merkingu. Ég viðurkenni fúslega að áður en þessi umræða fór af stað þá hafði ég ekki séð þessa fána og hafði ekki hugmynd um tilvist þeirra. En hefði ég í fáfræði minni farið að líma einhverja fána, sem mér finnst bara flottir, á til dæmis jakkann minn og einhver benti mér á að ég væri að bera haturstákn gegn minnihlutahópum tel ég að ég hefði hreinlega fjarlægt fánann og beðist innilega afsökunar. Það er það sem ég vildi að umræddur lögregluþjónn hefði gert. Það sem umræddur lögregluþjónn og síðan margir aðrir lögregluþjónar hafa gert er að snúa umræðunni við og neita að fánarnir hafi nokkra neikvæða merkingu. Þeir hafna þeirri merkingu sem aðrir setja á fánana og halda því fram að þeir hafi allt aðra merkingu í þeirra augum. Það er ekki hægt að hafna upplifun annarra á hatursorðræðu. Það væri sambærilegt ef að ég færi að bera hakakrossinn um hálsinn og halda því fram að það sé annarra vandamál en ekki mitt ef fólk leggur neikvæða merkingu í þetta tákn. Mér finnst kannski bara hakakrossinn fallegur… Það eru hópar á Íslandi, ákveðnir minnihlutahópar sem þekkja þessi merki og hafa þann skilning á þeim að í þeim felist hatur í þeirra garð. Lögregluþjónar geta ekki bara hafnað þeirra upplifun og með því að reyna að hafna þeirra upplifun þá verður gjáin milli þessara hópa og lögreglunnar bara dýpri og dýpri. Persónuárásir? Ég get ekki annað en velt fyrir mér ýmsum atriðum út frá umræðunni sem hefur spunnist. Af hverju fara lögregluþjónar í vörn og taka gagnrýninni sem persónuárás? Sem upplýst fólk sem starfar í almannaþágu hefði ekki verið réttara að sjá að þarna var pottur brotinn og biðjast afsökunar? Það að lögregluþjónar fara í svona mikla vörn og neita að viðurkenna ”mistök” sín veldur því að ég velti fyrir mér hvort það sé í raun og veru rasísk menning sem á sér stað innan lögreglunnar. Eitthvað sem ég hafði aldrei velt fyrir mér áður. Það síðan að lögregluþjónar taka sig til og eru með Facebook gjörning og birta bláa línu á prófílmyndum sínum virkar á mig sem að lögregluþjónar séu að sýna hvorum öðrum samstöðu – mót almenningi. Ég er alveg sammála því að lögreglan hefur oft fengið á sig óvæga gagnrýni og að lögregluþjónar séu vanmetnir og fá allt of lág laun. En það breytir því ekki að lögreglan er, eða á að vera, til staðar fyrir almenning. Hún á ekki að setja sig upp á móti okkur! Lögreglan á að vera hlutlaus – okkar allra Lögreglan er okkar allra, eða á að vera það. Við viljum bera traust til lögreglunnar. Við viljum að minnihlutahópar viti að lögreglan sé alltaf til staðar fyrir þá, sama hvaða persónulegu skoðanir lögregluþjónar hafa. Persónulegar skoðanir lögregluþjónanna eiga ekki heima úti á feltinu heldur eiga að vera skildar eftir þegar farið er í lögreglubúninginn. Lögreglan á að vera hlutlaus og vernda ALLA borgara fyrir ofbeldi. Það er eitthvað sem við verðum að geta treyst. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni og allir hafa gott af reglulegri fræðslu um mál sem þeir ekki þekkja. Ég hef virkilegar áhyggjur eftir umræður undanfarinna daga að fólk hætti að treysta því að lögreglan sé í raun og veru hlutlaus. Ég vona innilega að lögreglan taki alvarlega á þessu máli innan sinna raða. Ekki allir lögregluþjónar kynþáttahatarar! Það er enginn að halda því fram að lögregluþjónar séu upp til hópa kynþáttahatarar, umræðan snýst alls ekki um það. En það verður kannski að athuga að slíkar skoðanir geta leynst innan raða lögreglunnar eins og annarsstaðar og þá þarf að taka á því. Ef fólk getur ekki verið fagmannlegt í sinni vinnu þá er það sennilega ekki á réttri hillu. Þá er lögregluþjónum að því er mér skilst óheimilt að bera önnur tákn en lögreglunnar á sínum búningum og því er þessi fána/merkjaskiptamenning klárlega eitthvað sem þarf að útrýma. Einnig hefur verið bent á að það geti varðað hegningarlög að bera tákn sem flokkist sem haturstjáning í opinberu rými. Ég vona að umræðan fari að snúast frá því að lögregluþjónar taki þessa réttmætu gagnrýni á fánanotkun sem persónuárásum. Að þeir taki til sín að þarna var pottur brotinn og að hugsanlega þurfi að fræðast betur um ýmis málefni. Og ef að menning er til staðar innan lögreglunnar sem að elur á kynþáttahatri þá þarf að uppræta hana og koma henni út og vinna að því að öðlast traust almennings aftur. Eins og ég sagði í upphafi þá þekkti ég þessi merki ekki áður, en ég geri það núna og fagna því að hafa fengið fræðslu um þau. Það finnst mér að lögregluþjónar ættu að gera líka. Ég vona að lögreglan haldi áfram að vera fagmannleg, vinni vinnuna sína og sé okkar ALLRA. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er hugsi eftir umræður undanfarinna daga um lögregluþjóninn sem varð uppvís að notkun fána á búningi sínum sem vægast sagt hafa neikvæða merkingu. Ég viðurkenni fúslega að áður en þessi umræða fór af stað þá hafði ég ekki séð þessa fána og hafði ekki hugmynd um tilvist þeirra. En hefði ég í fáfræði minni farið að líma einhverja fána, sem mér finnst bara flottir, á til dæmis jakkann minn og einhver benti mér á að ég væri að bera haturstákn gegn minnihlutahópum tel ég að ég hefði hreinlega fjarlægt fánann og beðist innilega afsökunar. Það er það sem ég vildi að umræddur lögregluþjónn hefði gert. Það sem umræddur lögregluþjónn og síðan margir aðrir lögregluþjónar hafa gert er að snúa umræðunni við og neita að fánarnir hafi nokkra neikvæða merkingu. Þeir hafna þeirri merkingu sem aðrir setja á fánana og halda því fram að þeir hafi allt aðra merkingu í þeirra augum. Það er ekki hægt að hafna upplifun annarra á hatursorðræðu. Það væri sambærilegt ef að ég færi að bera hakakrossinn um hálsinn og halda því fram að það sé annarra vandamál en ekki mitt ef fólk leggur neikvæða merkingu í þetta tákn. Mér finnst kannski bara hakakrossinn fallegur… Það eru hópar á Íslandi, ákveðnir minnihlutahópar sem þekkja þessi merki og hafa þann skilning á þeim að í þeim felist hatur í þeirra garð. Lögregluþjónar geta ekki bara hafnað þeirra upplifun og með því að reyna að hafna þeirra upplifun þá verður gjáin milli þessara hópa og lögreglunnar bara dýpri og dýpri. Persónuárásir? Ég get ekki annað en velt fyrir mér ýmsum atriðum út frá umræðunni sem hefur spunnist. Af hverju fara lögregluþjónar í vörn og taka gagnrýninni sem persónuárás? Sem upplýst fólk sem starfar í almannaþágu hefði ekki verið réttara að sjá að þarna var pottur brotinn og biðjast afsökunar? Það að lögregluþjónar fara í svona mikla vörn og neita að viðurkenna ”mistök” sín veldur því að ég velti fyrir mér hvort það sé í raun og veru rasísk menning sem á sér stað innan lögreglunnar. Eitthvað sem ég hafði aldrei velt fyrir mér áður. Það síðan að lögregluþjónar taka sig til og eru með Facebook gjörning og birta bláa línu á prófílmyndum sínum virkar á mig sem að lögregluþjónar séu að sýna hvorum öðrum samstöðu – mót almenningi. Ég er alveg sammála því að lögreglan hefur oft fengið á sig óvæga gagnrýni og að lögregluþjónar séu vanmetnir og fá allt of lág laun. En það breytir því ekki að lögreglan er, eða á að vera, til staðar fyrir almenning. Hún á ekki að setja sig upp á móti okkur! Lögreglan á að vera hlutlaus – okkar allra Lögreglan er okkar allra, eða á að vera það. Við viljum bera traust til lögreglunnar. Við viljum að minnihlutahópar viti að lögreglan sé alltaf til staðar fyrir þá, sama hvaða persónulegu skoðanir lögregluþjónar hafa. Persónulegar skoðanir lögregluþjónanna eiga ekki heima úti á feltinu heldur eiga að vera skildar eftir þegar farið er í lögreglubúninginn. Lögreglan á að vera hlutlaus og vernda ALLA borgara fyrir ofbeldi. Það er eitthvað sem við verðum að geta treyst. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni og allir hafa gott af reglulegri fræðslu um mál sem þeir ekki þekkja. Ég hef virkilegar áhyggjur eftir umræður undanfarinna daga að fólk hætti að treysta því að lögreglan sé í raun og veru hlutlaus. Ég vona innilega að lögreglan taki alvarlega á þessu máli innan sinna raða. Ekki allir lögregluþjónar kynþáttahatarar! Það er enginn að halda því fram að lögregluþjónar séu upp til hópa kynþáttahatarar, umræðan snýst alls ekki um það. En það verður kannski að athuga að slíkar skoðanir geta leynst innan raða lögreglunnar eins og annarsstaðar og þá þarf að taka á því. Ef fólk getur ekki verið fagmannlegt í sinni vinnu þá er það sennilega ekki á réttri hillu. Þá er lögregluþjónum að því er mér skilst óheimilt að bera önnur tákn en lögreglunnar á sínum búningum og því er þessi fána/merkjaskiptamenning klárlega eitthvað sem þarf að útrýma. Einnig hefur verið bent á að það geti varðað hegningarlög að bera tákn sem flokkist sem haturstjáning í opinberu rými. Ég vona að umræðan fari að snúast frá því að lögregluþjónar taki þessa réttmætu gagnrýni á fánanotkun sem persónuárásum. Að þeir taki til sín að þarna var pottur brotinn og að hugsanlega þurfi að fræðast betur um ýmis málefni. Og ef að menning er til staðar innan lögreglunnar sem að elur á kynþáttahatri þá þarf að uppræta hana og koma henni út og vinna að því að öðlast traust almennings aftur. Eins og ég sagði í upphafi þá þekkti ég þessi merki ekki áður, en ég geri það núna og fagna því að hafa fengið fræðslu um þau. Það finnst mér að lögregluþjónar ættu að gera líka. Ég vona að lögreglan haldi áfram að vera fagmannleg, vinni vinnuna sína og sé okkar ALLRA. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar