Ísland farið af „gráa listanum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2020 13:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra boðaði til blaðamannafundar vegna málsins klukkan 13:30 í dag. Vísir/vilhelm Ísland hefur verið fjarlægt af svokölluðum „gráum lista“ FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta var ákveðið á aðalfundi hópsins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en Ísland var sett á listann í október í fyrra. Í tilkynningu segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar vettvangsathugunar hér á landi í lok september. Þar hafi sérfræðingar FATF staðfest að lokið hefði verið „með fullnægjandi hætti við þær aðgerðir sem Íslandi var gert að grípa til í því skyni að komast af umræddum lista.“ „Við sama tilefni var jafnframt staðreynt af hálfu umræddra sérfæðinga að til staðar væri ríkur pólitískur vilji hjá íslenskum stjórnvöldum til að halda áfram vinnu við að styrkja varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu að lyft hafi verið grettistaki í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka undanfarin tvö ár. Þá færir hún öllum sem komið hafa að því að fá Ísland af listanum þakkir og hamingjuóskir í tilefni dagsins. Ísland var sett á listann í október í fyrra og var málið litið alvarlegum augum af stjórnvöldum. Strax var tekið fram af þeirra hálfu að unnið hefði verið, og yrði áfram, ötullega að því að bæta varnir gegn peningaþvætti hér á landi. Þegar ljóst var að Ísland yrði mögulega sett á listann gaf dómsmálaráðherra út að það yrði vonandi aðeins til skamms tíma, sem varð raunin. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Vonar að Ísland komist af „gráa listanum“ Alþjóðlegur starfshópur sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF-hópurinn svokallaði, mun koma saman á föstudag. 21. október 2020 06:46 Ísland lokið aðgerðum til þess að komast af gráa listanum Ísland hefur lokið aðgerðum sínum sem farið var í vegna flokkunar Íslands á gráa lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 24. júní 2020 17:35 Ísland áfram á gráa listanum Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. 24. febrúar 2020 14:29 Mest lesið Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Viðskipti innlent ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Samstarf Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Fleiri fréttir Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sjá meira
Ísland hefur verið fjarlægt af svokölluðum „gráum lista“ FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta var ákveðið á aðalfundi hópsins í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en Ísland var sett á listann í október í fyrra. Í tilkynningu segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar vettvangsathugunar hér á landi í lok september. Þar hafi sérfræðingar FATF staðfest að lokið hefði verið „með fullnægjandi hætti við þær aðgerðir sem Íslandi var gert að grípa til í því skyni að komast af umræddum lista.“ „Við sama tilefni var jafnframt staðreynt af hálfu umræddra sérfæðinga að til staðar væri ríkur pólitískur vilji hjá íslenskum stjórnvöldum til að halda áfram vinnu við að styrkja varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í tilkynningu að lyft hafi verið grettistaki í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka undanfarin tvö ár. Þá færir hún öllum sem komið hafa að því að fá Ísland af listanum þakkir og hamingjuóskir í tilefni dagsins. Ísland var sett á listann í október í fyrra og var málið litið alvarlegum augum af stjórnvöldum. Strax var tekið fram af þeirra hálfu að unnið hefði verið, og yrði áfram, ötullega að því að bæta varnir gegn peningaþvætti hér á landi. Þegar ljóst var að Ísland yrði mögulega sett á listann gaf dómsmálaráðherra út að það yrði vonandi aðeins til skamms tíma, sem varð raunin.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Vonar að Ísland komist af „gráa listanum“ Alþjóðlegur starfshópur sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF-hópurinn svokallaði, mun koma saman á föstudag. 21. október 2020 06:46 Ísland lokið aðgerðum til þess að komast af gráa listanum Ísland hefur lokið aðgerðum sínum sem farið var í vegna flokkunar Íslands á gráa lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 24. júní 2020 17:35 Ísland áfram á gráa listanum Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. 24. febrúar 2020 14:29 Mest lesið Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Viðskipti innlent ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Viðskipti innlent Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Samstarf Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Samstarf Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Fleiri fréttir Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sjá meira
Vonar að Ísland komist af „gráa listanum“ Alþjóðlegur starfshópur sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, FATF-hópurinn svokallaði, mun koma saman á föstudag. 21. október 2020 06:46
Ísland lokið aðgerðum til þess að komast af gráa listanum Ísland hefur lokið aðgerðum sínum sem farið var í vegna flokkunar Íslands á gráa lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 24. júní 2020 17:35
Ísland áfram á gráa listanum Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. 24. febrúar 2020 14:29