Handbolti

Flottur leikur Gísla í stór­sigri og fimm ís­lensk mörk í tapi Kristian­stad

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gísli Þorgeir skoraði fjögur mörk í Tyrklandi í kvöld og lagði upp nokkur önnur.
Gísli Þorgeir skoraði fjögur mörk í Tyrklandi í kvöld og lagði upp nokkur önnur. Getty/Carsten Harz

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk er Magdeburg rúllaði yfir Besiktas Aygas, 41-23, í EHF keppninni í handboltanum í dag.

Það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda í Tyrklandi í kvöld en þeir þýsku leiddu 20-8 í hálfleik. Ómar Ingi Magnússon skoraði eitt mark fyrir Magdeburg.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði tíu skot er GOG tapaði fyrir Kadetten Schaffhausen, 29-28, á útivelli eftir að hafa verið 14-13 undir í hálfleik í sömu keppni.

Teitur Örn Einarsson skoraði tvö og Ólafur Ingi Guðmundsson þrjú er Kristianstad tapaði fyrir Fucshe Berlín, 30-23, en Berlínarrefirnir voru 15-12 yfir í leikhlé.

Sveinn Jóhannsson komst ekki á blað er SönderjyskE tapaði fyrir Skanderborg í danska boltanum, 32-31, eftir að staðan hafi verið 17-17 í leikhlé. Sigurmarkið kom einni sekúndu fyrir leikslok.

SönderjyskE er með níu stig eftir leiki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.