Viðskipti erlent

Seðla­banki Banda­ríkjanna lækkar stýri­vexti niður í núll

Atli Ísleifsson skrifar
Jerome Powell er seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Jerome Powell er seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Vísir/Getty

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði í dag stýrivexti sína niður í næstum ekkert og hét 700 milljarða dala innspýtingu í bandarískt efnahagslíf, um 95 þúsund milljarða króna, vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar.

BBC segir frá því að þetta sé liður í samhæfðum viðbrögðum Bandaríkjanna, Bretlandi, Japan, evrusvæðinu, Kanada og Sviss sem kynnt voru í dag.

Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, mun halda fréttamannafund í nótt að íslenskum tíma þar sem hann ræðir viðbrögð seðlabankans. Í yfirlýsingu frá bankanum segir að útbreiðslan hafi skaðað samfélög í fjölmörgum löndum og haft truflandi áhrif á efnahagslíf.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði aðgerðir seðlabankans „gleðja sig mjög mikið“, en stýrivextir bankans eru nú á bilinu 0 til 0,25 prósent  - lækkun um hálft prósentustig.

Gengi hlutabréfa hafa lækkað mikið á mörkuðum að undanförnu í Bandaríkjunum og víðast hvar annars staðar í heiminum,Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
3,89
10
102.354
TM
3,52
1
14.700
MAREL
3,28
32
519.394
SJOVA
2,74
5
45.160
VIS
2,6
13
310.734

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,37
51
26.083
KVIKA
-0,95
7
13.852
EIM
-0,79
1
65.530
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.