Bent á afglöp Jón Kaldal skrifar 16. október 2020 13:31 Staðreynd: í viðskiptum með eignarhluti í fyrirtækjum sem halda á leyfum til að stunda sjókvíaeldi við Ísland hafa örfáir einstaklingar og félög þeim tengd hagnast um marga milljarða króna á undanförnum árum. Þessum leyfum hefur íslenska ríkið hins vegar úthlutað svo til án þess að greiðsla hafi komið fyrir þau ríkissjóð. Hátt verð fyrirtækjanna, sem náðu að tryggja sér þau, myndast af þeim þekktu markaðskröftum að leyfin eru takmörkuð auðlind og eftirspurnin er meiri en framboðið. Mat markaðarins Alþingismaðurinn fyrrverandi Kristinn H. Gunnarsson sakar - af sinni alkunnu stillingu - Gunnlaug Stefánsson, fyrrverandi presti í Heydölum, um ósannindi í grein hér á Vísi fyrir að benda á þessi afglöp: að afhenda fáum svotil ókeypis afnotarétt á auðlindum almennings, sama rétt þeir hafa svo selt áfram fyrir milljarða króna. Í ásökunum sínum í garð séra Gunnlaugs hengir Kristinn sig í að hér á landi eru leyfin gefin út tímabundið en í Noregi eru ekki tímamörk við útgáfu þeirra. Í báðum löndum eru leyfin háð því að starfsemin sé stunduð eftir lögum og reglum. Ef ekki þá er hægt að fella þau niður. Hér eru þau svo endurútgefin ef eftirlitsstofnanir meta svo að skilyrðum sé fullnægt. Auðvelt er að bera saman hvernig markaðurinn verðmetur leyfin út frá þessum mismunandi aðferðum við útgáfu þeirra. Í stuttu máli breytir þetta engu. Þeir sem eru að kaupa hlut í sjókvíeldisfyrirtækjum hér nota norska verðmatið í þeim viðskiptum. Þannig gerir enginn ráð fyrir að leyfin hverfi eftir 16 ár heldur að þau verði endurnýjuð í önnur 16. Án greiðslu. Leyfin eru sem sagt þau verðmætin sem verið er að greiða fyrir. Í Noregi eru leyfin boðin upp og gríðarlegar upphæðir greiddar fyrir þau. Hér eru leyfin enn afhent fyrir nánast ekki neitt. Misskilningur Kristins Kristinn lætur að því liggja í grein sinni að þau 20 SDR (um 4.000 krónur) sem greitt er fyrir hvert framleitt tonn í sjó á hverju ári, sé endurgjald fyrir leyfin. Það er mikill misskilningur að svo sé. Þetta er upphæð sem sjókvíaeldisfyrirtækjunum er skylt að greiða í Umhverfissjóðs sjókvíaeldisins en meginmarkmið hans „er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis“. Þetta gjald fer sem sagt upp í þann kostnað sem fellur á opinberar stofnanir og eftir atvikum aðra af þessari mengandi starfsemi. Gerum betur Hvernig farið er með aðgang að takmörkuðum auðlindum í eigum almennings er sannarlega sígilt áhyggjuefni. Enn alvarlegra er þó fyrirséður varanlegur skaði á umhverfi og lífríki landsins vegna sjókvíaeldsins. Í skjóli skjótfengins gróða fárra er að vaxa hér starfsemi þar sem mengun er leyft að streyma beint úr netmöskvum sjókvíanna í hafið og eldislax af norskum uppruna ógnar viðkvæmum villtum laxastofnunum landsins. Við verðum að gera betur. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Staðreynd: í viðskiptum með eignarhluti í fyrirtækjum sem halda á leyfum til að stunda sjókvíaeldi við Ísland hafa örfáir einstaklingar og félög þeim tengd hagnast um marga milljarða króna á undanförnum árum. Þessum leyfum hefur íslenska ríkið hins vegar úthlutað svo til án þess að greiðsla hafi komið fyrir þau ríkissjóð. Hátt verð fyrirtækjanna, sem náðu að tryggja sér þau, myndast af þeim þekktu markaðskröftum að leyfin eru takmörkuð auðlind og eftirspurnin er meiri en framboðið. Mat markaðarins Alþingismaðurinn fyrrverandi Kristinn H. Gunnarsson sakar - af sinni alkunnu stillingu - Gunnlaug Stefánsson, fyrrverandi presti í Heydölum, um ósannindi í grein hér á Vísi fyrir að benda á þessi afglöp: að afhenda fáum svotil ókeypis afnotarétt á auðlindum almennings, sama rétt þeir hafa svo selt áfram fyrir milljarða króna. Í ásökunum sínum í garð séra Gunnlaugs hengir Kristinn sig í að hér á landi eru leyfin gefin út tímabundið en í Noregi eru ekki tímamörk við útgáfu þeirra. Í báðum löndum eru leyfin háð því að starfsemin sé stunduð eftir lögum og reglum. Ef ekki þá er hægt að fella þau niður. Hér eru þau svo endurútgefin ef eftirlitsstofnanir meta svo að skilyrðum sé fullnægt. Auðvelt er að bera saman hvernig markaðurinn verðmetur leyfin út frá þessum mismunandi aðferðum við útgáfu þeirra. Í stuttu máli breytir þetta engu. Þeir sem eru að kaupa hlut í sjókvíeldisfyrirtækjum hér nota norska verðmatið í þeim viðskiptum. Þannig gerir enginn ráð fyrir að leyfin hverfi eftir 16 ár heldur að þau verði endurnýjuð í önnur 16. Án greiðslu. Leyfin eru sem sagt þau verðmætin sem verið er að greiða fyrir. Í Noregi eru leyfin boðin upp og gríðarlegar upphæðir greiddar fyrir þau. Hér eru leyfin enn afhent fyrir nánast ekki neitt. Misskilningur Kristins Kristinn lætur að því liggja í grein sinni að þau 20 SDR (um 4.000 krónur) sem greitt er fyrir hvert framleitt tonn í sjó á hverju ári, sé endurgjald fyrir leyfin. Það er mikill misskilningur að svo sé. Þetta er upphæð sem sjókvíaeldisfyrirtækjunum er skylt að greiða í Umhverfissjóðs sjókvíaeldisins en meginmarkmið hans „er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis“. Þetta gjald fer sem sagt upp í þann kostnað sem fellur á opinberar stofnanir og eftir atvikum aðra af þessari mengandi starfsemi. Gerum betur Hvernig farið er með aðgang að takmörkuðum auðlindum í eigum almennings er sannarlega sígilt áhyggjuefni. Enn alvarlegra er þó fyrirséður varanlegur skaði á umhverfi og lífríki landsins vegna sjókvíaeldsins. Í skjóli skjótfengins gróða fárra er að vaxa hér starfsemi þar sem mengun er leyft að streyma beint úr netmöskvum sjókvíanna í hafið og eldislax af norskum uppruna ógnar viðkvæmum villtum laxastofnunum landsins. Við verðum að gera betur. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar