Viðskipti innlent

Fresta verk­falls­að­gerðum í Straums­vík um viku

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir að enn sé til staðar grundvöllur fyrir viðræðum milli aðila.
Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir að enn sé til staðar grundvöllur fyrir viðræðum milli aðila. Vísir/Egill

Verkfallinu sem fyrirhugað var að hæfist á morgun í álveri Rio Tinto í Straumsvík, ISAL, hefur verið frestað um eina viku. Aðaltrúnaðarmaður starfsmanna segir að grundvöllur fyrir áframhaldandi viðræðum sé til staðar

Þetta kemur fram á vefsíðu verkalýðsfélagsins Hlífar, en RÚV greindi frá frestuninni fyrstur fjölmiðla. Í yfirlýsingu Hlífar segir að gengið hafi verið frá samkomulagi við ISAL um frestun aðgerða til einnar viku. Það hafi verið gert til þess að gefa samninganefndum meiri tíma til að ná saman um nýjan kjarasamning.

„Ef samningar nást ekki fyrir þann tíma hefjast verkfallsaðgerðir þann 23. október í samræmi við fyrri boðun,“ segir í lok tilkynningarinnar.

Fyrstu barnaskrefin

Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL segir í samtali við Vísi að aðgerðunum hafi verið frestað þar sem grundvöllur fyrir áframhaldandi viðræðum hafi fundist. Hann gengur ekki svo langt að segja að sjái til lands í viðræðunum.

„Það er augljóst að við frestum út af því að það er kominn einhver grundvöllur sem við treystum að við getum byggt viðræður á. Þetta eru bara fyrstu barnaskrefin,“ segir Reinhold og ítrekar að aðgerðirnar sem boðaðar eru taki gildi í næstu viku, náist samningar ekki.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,93
12
218.158
REGINN
2,88
14
117.420
ARION
1,94
75
2.915.480
ICEAIR
1,92
100
124.075
EIK
1,76
8
65.099

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-1,03
15
35.499
VIS
-0,35
10
21.137
HAGA
0
14
275.554
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.