Íslenskir nef- og munnúðar gegn Covid-19 koma á markað Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. október 2020 09:09 Úðarnir eru komnir í sölu í öllum helstu apótekum landsins. Viruxal Lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., sem er dótturfélag íslenska lækningavörufyrirtækisins Kerecis hf., hefur sett á markað nef- og munnúða sem gætu hjálpað til í baráttunni við Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að vörurnar séu hluti af persónulegum sóttvörnum og hafi það að markmiði að minnka veirumagn í efri öndunarfærum. Vörurnar fást nú í helstu apótekum landsins. „Vörur Kerecis eru sáraroð og vörur sem byggja á fitusýrum. Í gegnum margra ára reynslu af þróun, framleiðslu og sölu á sáravörum hefur orðið til hjá Kerecis veiruhamlandi tækni sem kölluð er Viruxal, sem nú hefur verið færð í sjálfstætt dótturfélag með sama nafni. Viruxal inniheldur fitusýrur sem hafa veiruhamlandi áhrif,“ segir í tilkynningunni. Ítalskir læknar úðuðu Viruxal fitusýrum í háls og munn sjúklinga með Covid-19 Þar er forsaga úðanna einnig rakin en ein af vörum Kercis er sáraúði sem inniheldur Viruxal fitusýrur: „Varan hefur verið notuð á sjúkrastofnunum víðs vegar um heiminn í þeim tilgangi að græða sár og koma í veg fyrir sýkingar. Í vor skapaðist neyðarástand vegna Covid-19 á Ítalíu. Þar í landi er mikil notkun á sáraúðanum og þekkja ítalskir læknar vel til veiruhamlandi eiginleika vörunnar. Læknar fóru því að úða Viruxal fitusýrum í háls og munn sjúklinga sem höfðu byrjunareinkenni Covid-19. Tilgangurinn með að nota sáraúðann í háls sjúklinganna var að hindra framgang sjúkdómsins. Eftir meðhöndlun á meira en 70 sjúklingum lofuðu fyrstu niðurstöður góðu. Í framhaldi af notkuninni á Ítalíu á sáraúðanum í tengslum við Covid-19 hafa nú verið þróaðar tvær samverkandi lækningavörur til notkunar í nef og munni. Vörurnar eru ViruxNasal og ViruxOral, sem hafa það að markmiði að minnka veirumagn í öndurfærum með tímabundnu varnarlagi,“ segir í tilkynningu Viruxal. Guðmundur Sigurjónsson er stofnandi og forstjóri Kerecis.Viruxal Úðinn ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn smiti Eins og þekkt er smitast kórónuveiran sem veldur Covid-19 með snerti- og dropasmiti og segir í tilkynningu Viruxal að ritrýndar vísindagreinar hafi staðest að veiran sýki einstaklinga aðallega í gegnum nefhol. „Samkvæmt þessum greinum tekur veiran sér svo bólfestu í slímhúð nefholsins og getur þar magnast og dreifst. Viruxal nef- og munnúðunum er úðað í öndunarfærin og skapa þar tímabundið varnarlag sem hjálpar til við að draga úr veirumagni. Þetta gerir úðinn með því að hindra sjúkdómsvaldandi loftbornar örverur frá því að festast við slímhimnuyfirborðið. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn smiti á SARS-CoV-2 vírusnum sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Varnarlagið inniheldur örfínar fitusýrusameindir sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar,“ segir í tilkynningunni. „Þegar kórónuveirufaraldurinn blossaði upp fræddu læknar almenning um að handsápa væri besta vörnin gegn veirunni, veikasti hlekkur kórónuveirunnar væri fituhimna hennar. Sögðu læknar sápuna leysa upp fituhimnu veirunnar og gera hana þannig óvirka. Svipuð hugmyndafræði er að baki ViruxNasal og ViruxOral. Aðferðarfræðin á bak við tæknina er sú að búa til varnarlag í munni og nefi. Þegar veiruhlaðnir dropar lenda í þessu varnarlagi þá afmyndast veiran og eyðileggst,“ er haft eftir Guðmundi Fertram Sigurjónssyni, stofnanda og forstjóra Kerecis, í tilkynningu Viruxal. Covid-19-göngudeildin rannsakar úðana Þá segir jafnframt að öflug rannsóknar- og þróunaráætlun sé í framkvæmd í tengslum við þessa nýju tækni. Úðinn hafi meðal annars verið rannsakaður hjá Utah State University og hafi þær rannsóknir leitt í ljós að úðinn eyðir 99,97% af SARS-Cov-2 (fræðilegt heiti kórónuveirunnar sem veldur Covid-19). „Í tilrauninni var Viruxal fitusýrunum og SARS-CoV-2 veirum blandað saman og látnar standa í 30 mínútur áður en veirunni var gefið tækifæri til að komast inn í frumur. Einnig var mælt hversu mikið af veirunum eyddust og fóru ekki inn í frumur. Í þeim tilraunaglösum sem innihéldu Viruxal fitusýrur reyndust 99,97% SARS-CoV-2 veirunnar óvirkar og sýktu því ekki frumurnar. Rannsóknir á mönnum eru einnig í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum einstaklingum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem Viruxal úðarnir eru gefnir helmingi einstaklinganna og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placibo). Covid göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni. Viruxal tæknin hefur verið notuð á opin þrálát sár undanfarin ár á tugþúsunda sjúklinga án þess að upp hafi komið nokkur skaðvænleg atvik,“ segir í tilkynningu Viruxal. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., sem er dótturfélag íslenska lækningavörufyrirtækisins Kerecis hf., hefur sett á markað nef- og munnúða sem gætu hjálpað til í baráttunni við Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að vörurnar séu hluti af persónulegum sóttvörnum og hafi það að markmiði að minnka veirumagn í efri öndunarfærum. Vörurnar fást nú í helstu apótekum landsins. „Vörur Kerecis eru sáraroð og vörur sem byggja á fitusýrum. Í gegnum margra ára reynslu af þróun, framleiðslu og sölu á sáravörum hefur orðið til hjá Kerecis veiruhamlandi tækni sem kölluð er Viruxal, sem nú hefur verið færð í sjálfstætt dótturfélag með sama nafni. Viruxal inniheldur fitusýrur sem hafa veiruhamlandi áhrif,“ segir í tilkynningunni. Ítalskir læknar úðuðu Viruxal fitusýrum í háls og munn sjúklinga með Covid-19 Þar er forsaga úðanna einnig rakin en ein af vörum Kercis er sáraúði sem inniheldur Viruxal fitusýrur: „Varan hefur verið notuð á sjúkrastofnunum víðs vegar um heiminn í þeim tilgangi að græða sár og koma í veg fyrir sýkingar. Í vor skapaðist neyðarástand vegna Covid-19 á Ítalíu. Þar í landi er mikil notkun á sáraúðanum og þekkja ítalskir læknar vel til veiruhamlandi eiginleika vörunnar. Læknar fóru því að úða Viruxal fitusýrum í háls og munn sjúklinga sem höfðu byrjunareinkenni Covid-19. Tilgangurinn með að nota sáraúðann í háls sjúklinganna var að hindra framgang sjúkdómsins. Eftir meðhöndlun á meira en 70 sjúklingum lofuðu fyrstu niðurstöður góðu. Í framhaldi af notkuninni á Ítalíu á sáraúðanum í tengslum við Covid-19 hafa nú verið þróaðar tvær samverkandi lækningavörur til notkunar í nef og munni. Vörurnar eru ViruxNasal og ViruxOral, sem hafa það að markmiði að minnka veirumagn í öndurfærum með tímabundnu varnarlagi,“ segir í tilkynningu Viruxal. Guðmundur Sigurjónsson er stofnandi og forstjóri Kerecis.Viruxal Úðinn ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn smiti Eins og þekkt er smitast kórónuveiran sem veldur Covid-19 með snerti- og dropasmiti og segir í tilkynningu Viruxal að ritrýndar vísindagreinar hafi staðest að veiran sýki einstaklinga aðallega í gegnum nefhol. „Samkvæmt þessum greinum tekur veiran sér svo bólfestu í slímhúð nefholsins og getur þar magnast og dreifst. Viruxal nef- og munnúðunum er úðað í öndunarfærin og skapa þar tímabundið varnarlag sem hjálpar til við að draga úr veirumagni. Þetta gerir úðinn með því að hindra sjúkdómsvaldandi loftbornar örverur frá því að festast við slímhimnuyfirborðið. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn smiti á SARS-CoV-2 vírusnum sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Varnarlagið inniheldur örfínar fitusýrusameindir sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar,“ segir í tilkynningunni. „Þegar kórónuveirufaraldurinn blossaði upp fræddu læknar almenning um að handsápa væri besta vörnin gegn veirunni, veikasti hlekkur kórónuveirunnar væri fituhimna hennar. Sögðu læknar sápuna leysa upp fituhimnu veirunnar og gera hana þannig óvirka. Svipuð hugmyndafræði er að baki ViruxNasal og ViruxOral. Aðferðarfræðin á bak við tæknina er sú að búa til varnarlag í munni og nefi. Þegar veiruhlaðnir dropar lenda í þessu varnarlagi þá afmyndast veiran og eyðileggst,“ er haft eftir Guðmundi Fertram Sigurjónssyni, stofnanda og forstjóra Kerecis, í tilkynningu Viruxal. Covid-19-göngudeildin rannsakar úðana Þá segir jafnframt að öflug rannsóknar- og þróunaráætlun sé í framkvæmd í tengslum við þessa nýju tækni. Úðinn hafi meðal annars verið rannsakaður hjá Utah State University og hafi þær rannsóknir leitt í ljós að úðinn eyðir 99,97% af SARS-Cov-2 (fræðilegt heiti kórónuveirunnar sem veldur Covid-19). „Í tilrauninni var Viruxal fitusýrunum og SARS-CoV-2 veirum blandað saman og látnar standa í 30 mínútur áður en veirunni var gefið tækifæri til að komast inn í frumur. Einnig var mælt hversu mikið af veirunum eyddust og fóru ekki inn í frumur. Í þeim tilraunaglösum sem innihéldu Viruxal fitusýrur reyndust 99,97% SARS-CoV-2 veirunnar óvirkar og sýktu því ekki frumurnar. Rannsóknir á mönnum eru einnig í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum einstaklingum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem Viruxal úðarnir eru gefnir helmingi einstaklinganna og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placibo). Covid göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni. Viruxal tæknin hefur verið notuð á opin þrálát sár undanfarin ár á tugþúsunda sjúklinga án þess að upp hafi komið nokkur skaðvænleg atvik,“ segir í tilkynningu Viruxal.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira