Viðskipti innlent

Bein út­sending: Um­hverfis­dagur at­vinnu­lífsins 2020

Atli Ísleifsson skrifar
Dagskrá hefst kl. 8.30 og stendur til að verða 10.
Dagskrá hefst kl. 8.30 og stendur til að verða 10. SA

Umhverfisdagur atvinnulífsins, sem haldinn er árlega, er haldinn í dag en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Í ár er viðburðinum eingöngu streymt rafrænt þar sem dagskrá hefst klukkan 8.30 og stendur til að verða 10.

Í tilkynningu frá SA segir að umhverfisverðlaun atvinnulífsins í ár verði veitt fyrirtækjum sem hafi staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun – annars vegar verðlaun fyrir umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins.

Hægt er að fylgjast með dagskránni í spilaranum að neðan.

Dagskrá

Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

Ávörp flytja:

  • Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
  • Kristín L. Árnadóttir, aðstoðarforstjóri LV
  • Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion
  • Jónína G. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Terra
  • Ari Edwald, forstjóri MS

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 

Forseti Íslands afhendir viðurkenningu fyrir umhverfisframtak ársins og til umhverfisfyrirtækis ársins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×