Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2020 09:34 Bob Chapek, framkvæmdastjóri, tilkynnti breytingarnar í gær og sagði að Disney myndi verja meiri peningum í framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitur. AP/Steven Senne Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. Bob Chapek, framkvæmdastjóri, tilkynnti breytingarnar í gær og sagði að Disney myndi verja meiri peningum í framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitur. Chapek sagði að breytingin væri í raun ekki tilkomin vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Heldur hefði veiran hraðað þróun sem hefði þegar verið til staðar. Mun fleiri litu nú til streymisveita en áður. Disney+ var opnað í nóvember í fyrra og hefur Disney farið fram úr eigin væntingum og fengið fleiri en hundrað milljónir áskrifenda að þeirri veitu, Hulu og ESPN+, samkvæmt frétt Reuters. Netflix hefur á þrettán árum byggt upp 193 milljóna áskrifendahóp. We re putting the consumer first, Disney CEO Bob Chapek said yesterday about the acceleration of its direct-to-consumer strategy. We re trying to, as they say, skate to where the puck is going to be. https://t.co/Pe3FZl6hMz pic.twitter.com/4HpWmd9Dg2— CNBC (@CNBC) October 13, 2020 Bob Chapek tók við stöðu framkvæmdastjóra af Bob Iger í febrúar. Sjá einnig: Einn Bob út fyrir annan hjá Disney Fjárfestirinn Daniel Loeb, sem er í forsvari fyrir einn af stærstu hluthöfum Disney, hvatti forsvarsmenn Disney nýverið til að hætta við arðgreiðslur til hluthafa á þessu ári og verja peningunum þess í stað til aukinnar framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitunar. Stjórn Disney mun taka ákvörðun um það á næstunni. Chapek segir að breytingarnar muni leiða til uppsagna en það verði ekki sambærilegt við þær hópuppsagnir sem farið var í um mánaðamótin þegar 28 þúsund manns var sagt upp. Flestir þeirra unnu hjá skemmtigörðum fyrirtækisins, sem hafa að mestu verið lokaðir vegna faraldursins. Disney tapaði tæplega fimm milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Var það í fyrsta ársfjórðungstap fyrirtækisins í tæp tuttugu ár. Disney Bíó og sjónvarp Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. Bob Chapek, framkvæmdastjóri, tilkynnti breytingarnar í gær og sagði að Disney myndi verja meiri peningum í framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitur. Chapek sagði að breytingin væri í raun ekki tilkomin vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Heldur hefði veiran hraðað þróun sem hefði þegar verið til staðar. Mun fleiri litu nú til streymisveita en áður. Disney+ var opnað í nóvember í fyrra og hefur Disney farið fram úr eigin væntingum og fengið fleiri en hundrað milljónir áskrifenda að þeirri veitu, Hulu og ESPN+, samkvæmt frétt Reuters. Netflix hefur á þrettán árum byggt upp 193 milljóna áskrifendahóp. We re putting the consumer first, Disney CEO Bob Chapek said yesterday about the acceleration of its direct-to-consumer strategy. We re trying to, as they say, skate to where the puck is going to be. https://t.co/Pe3FZl6hMz pic.twitter.com/4HpWmd9Dg2— CNBC (@CNBC) October 13, 2020 Bob Chapek tók við stöðu framkvæmdastjóra af Bob Iger í febrúar. Sjá einnig: Einn Bob út fyrir annan hjá Disney Fjárfestirinn Daniel Loeb, sem er í forsvari fyrir einn af stærstu hluthöfum Disney, hvatti forsvarsmenn Disney nýverið til að hætta við arðgreiðslur til hluthafa á þessu ári og verja peningunum þess í stað til aukinnar framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitunar. Stjórn Disney mun taka ákvörðun um það á næstunni. Chapek segir að breytingarnar muni leiða til uppsagna en það verði ekki sambærilegt við þær hópuppsagnir sem farið var í um mánaðamótin þegar 28 þúsund manns var sagt upp. Flestir þeirra unnu hjá skemmtigörðum fyrirtækisins, sem hafa að mestu verið lokaðir vegna faraldursins. Disney tapaði tæplega fimm milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Var það í fyrsta ársfjórðungstap fyrirtækisins í tæp tuttugu ár.
Disney Bíó og sjónvarp Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira