Innlent

Fannst látinn í gámi í Kópavogi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.
Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Karlmaður fannst látinn í söfnunargámi Rauða krossins í Kópavogi snemma í morgun. Þetta herma heimildir fréttastofu. Talið er að maðurinn hafi fest sig í gámnum.

Lögreglan í Kópavogi vísaði á miðlæga rannsóknardeild lögreglu vegna málsins. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á miðlægu deildinni, segir ekki talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.

Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.

Uppfært klukkan 16:15

Í tilkynningu frá lögreglu segir að karlmaður um þrítugt hafi fundist látinn í vesturbæ Kópavogs á áttunda tímanum. Talið sé að hann hafi látist af slysförum.

Söfnunargámur Rauða krossins.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×