Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2020 23:30 Bandarísku tæknirisarnir fjórir eru sagðir vera á meðal þeirra fyrirtækja sem ESB horfir til. Getty/Chesnot Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. Financial Times greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum að tæknirisar á borð við Facebook, Google, Apple og Amazon geti búist við því að harðari reglur muni gilda um starfsemi þessara fyrirtækja en smærri samkeppnisaðila þeirra. Tilgangurinn er að sögn Financial Times að stemma stigu við markaðshlutdeild þessara fyrirtækja sem hafa vaxið gríðarlega undanfarna tvo áratugi eða svo samhliða aukinni tækni- og internetnotkun. Fyrirtækin fjögur sem nefnd eru hér að ofan eru ekki þau einu sem Evrópusambandið er sagt vera með á lista, sem sagður er að muni innihalda allt að tuttugu stór tæknifyrirtæki. Listinn er sagður vera útbúinn út frá viðmiðum um ákveðið mikla markaðshlutdeild og ákveðinn fjölda notenda svo dæmi séu tekin. Blaðið greinir frá því að endanlegur listi sé ekki tilbúinn. Þá eigi einnig eftir að negla niður hvaða viðmið fyrirtæki þurfi að uppfylla til þess að komast á téðan lista. Meðal aðgerða sem fyrirtækin munu þurfa að þola nái hinar nýju og strangari reglur fram að ganga eru kvaðir um upplýsingagjöf til samkeppnisaðila og meira gagnsæi á því hvernig upplýsingum er safnað um notendur. Evrópusambandið Amazon Facebook Google Apple Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. Financial Times greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sínum að tæknirisar á borð við Facebook, Google, Apple og Amazon geti búist við því að harðari reglur muni gilda um starfsemi þessara fyrirtækja en smærri samkeppnisaðila þeirra. Tilgangurinn er að sögn Financial Times að stemma stigu við markaðshlutdeild þessara fyrirtækja sem hafa vaxið gríðarlega undanfarna tvo áratugi eða svo samhliða aukinni tækni- og internetnotkun. Fyrirtækin fjögur sem nefnd eru hér að ofan eru ekki þau einu sem Evrópusambandið er sagt vera með á lista, sem sagður er að muni innihalda allt að tuttugu stór tæknifyrirtæki. Listinn er sagður vera útbúinn út frá viðmiðum um ákveðið mikla markaðshlutdeild og ákveðinn fjölda notenda svo dæmi séu tekin. Blaðið greinir frá því að endanlegur listi sé ekki tilbúinn. Þá eigi einnig eftir að negla niður hvaða viðmið fyrirtæki þurfi að uppfylla til þess að komast á téðan lista. Meðal aðgerða sem fyrirtækin munu þurfa að þola nái hinar nýju og strangari reglur fram að ganga eru kvaðir um upplýsingagjöf til samkeppnisaðila og meira gagnsæi á því hvernig upplýsingum er safnað um notendur.
Evrópusambandið Amazon Facebook Google Apple Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira