Feðgar endurreisa Íslensku auglýsingastofuna eftir gjaldþrot Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2020 17:52 Feðgarnir Þormóður Jónsson og Baldvin Þormóðsson. Aðsend Feðgarnir Þormóður Jónsson og Baldvin Þormóðsson hafa keypt vörumerki og eignir Íslensku auglýsingastofunnar sem nýlega var tekin til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þormóður á langan feril að baki í rekstri auglýsingastofa, að því er segir í tilkynningu, og hyggst sækja liðsauka til „reynslubolta í faginu og yngra fólks sem nú þegar hefur gert sig gildandi á sviði markaðs- og kynningarstarfs“ við endurreisn Íslensku auglýsingastofunnar. Baldvin er með BA gráðu í auglýsingagerð og hefur að undanförnu starfað sem markaðsráðgjafi og hugmyndasmiður hjá dönsku auglýsingastofunni Thank You Studio. Þeir feðgar Baldvin og Þormóður hafa þegar tekið til starfa undir merkjum Íslensku auglýsingastofunnar. Gert er ráð fyrir að starfsemin verði rekin undir óbreyttu nafni í húsnæði stofunnar síðustu árin við Bræðraborgarstíg. Samningur um kaupin var undirritaður hjá skiptastjóra þrotabúsins í dag. Hið keypta er vörumerki og viðskiptavild Íslensku auglýsingastofunnar ásamt tölvu- og húsbúnaði, fullum aðgangi að vistuðum gögnum og verkefnum stofunnar og öðru sem fyrirtækinu fylgir. Andvirði hins selda er trúnaðarmál enn sem komið er, að því er fram kemur í tilkynningu. Næstu daga verður ráðist í að ráða starfsfólk og endurvekja eins og kostur er viðskiptasambönd við fyrirtæki sem Íslenska auglýsingastofan þjónustaði fram að gjaldþrotinu, auk öflun nýrra viðskiptavina. Haft er eftir Þormóði í tilkynningu að það sé ögrandi verkefni að taka við „þeim kyndli sem Íslenska auglýsingastofan hefur haldið á lofti í leiðandi hlutverki sínu á auglýsingamarkaðnum um langt árabil.“ Hann telji mikil verðmæti fólgin í vörumerkinu og eignum þess. Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Feðgarnir Þormóður Jónsson og Baldvin Þormóðsson hafa keypt vörumerki og eignir Íslensku auglýsingastofunnar sem nýlega var tekin til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þormóður á langan feril að baki í rekstri auglýsingastofa, að því er segir í tilkynningu, og hyggst sækja liðsauka til „reynslubolta í faginu og yngra fólks sem nú þegar hefur gert sig gildandi á sviði markaðs- og kynningarstarfs“ við endurreisn Íslensku auglýsingastofunnar. Baldvin er með BA gráðu í auglýsingagerð og hefur að undanförnu starfað sem markaðsráðgjafi og hugmyndasmiður hjá dönsku auglýsingastofunni Thank You Studio. Þeir feðgar Baldvin og Þormóður hafa þegar tekið til starfa undir merkjum Íslensku auglýsingastofunnar. Gert er ráð fyrir að starfsemin verði rekin undir óbreyttu nafni í húsnæði stofunnar síðustu árin við Bræðraborgarstíg. Samningur um kaupin var undirritaður hjá skiptastjóra þrotabúsins í dag. Hið keypta er vörumerki og viðskiptavild Íslensku auglýsingastofunnar ásamt tölvu- og húsbúnaði, fullum aðgangi að vistuðum gögnum og verkefnum stofunnar og öðru sem fyrirtækinu fylgir. Andvirði hins selda er trúnaðarmál enn sem komið er, að því er fram kemur í tilkynningu. Næstu daga verður ráðist í að ráða starfsfólk og endurvekja eins og kostur er viðskiptasambönd við fyrirtæki sem Íslenska auglýsingastofan þjónustaði fram að gjaldþrotinu, auk öflun nýrra viðskiptavina. Haft er eftir Þormóði í tilkynningu að það sé ögrandi verkefni að taka við „þeim kyndli sem Íslenska auglýsingastofan hefur haldið á lofti í leiðandi hlutverki sínu á auglýsingamarkaðnum um langt árabil.“ Hann telji mikil verðmæti fólgin í vörumerkinu og eignum þess.
Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira