Viðskipti innlent

Svan­hildur nýr fram­­kvæmda­­stjóri Við­­skipta­ráðs

Atli Ísleifsson skrifar
Viðskiptaráð Íslands er til húsa í Borgartúni.
Viðskiptaráð Íslands er til húsa í Borgartúni. Vísir/vilhelm/viðskiptaráð

Viðskiptaráð Íslands hefur ráðið Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmann Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra,  í starf framkvæmdastjóra. 

Svanhildur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Í tilkynningu segir að síðastliðin ár hafi Svanhildur starfað sem aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, með stuttri viðdvöl í forsætisráðuneytinu. Hún hafi einnig unnið við fjölmiðla um árabil.

Haft er eftir Ara Fenger, formanni Viðskiptaráðs, að Viðskiptaráð sé afar spennt að fá Svanhildi til liðs við sig. „Hún hefur mikla reynslu og þekkingu á efnahags- og viðskiptalífinu sem er dýrmætt á þessum víðsjárverðu tímum. Viðskiptaráð er mikilvæg rödd íslensks atvinnulífs og hjá okkur eru spennandi verkefni framundan, sem Svanhildur mun koma inn í af krafti.“

Svanhildur hefur störf hjá Viðskiptaráði 1. desember.

Hún tekur við starfinu af Ástu Sigríði Fjeldsted sem nýverið var ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
2,72
13
158.223
ARION
2,13
28
765.133
REITIR
2,05
15
157.763
TM
1,84
4
69.925
SJOVA
1,72
12
261.379

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,74
61
133.012
ORIGO
-0,98
2
3.704
ICESEA
-0,92
3
155.289
MAREL
-0,69
21
196.880
SIMINN
-0,51
1
77.400
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.