Viðskipti innlent

Seldar til banda­rísks fjár­festingar­sjóðs með milli­göngu Icelea­se

Atli Ísleifsson skrifar
Boeing 757-200 vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Boeing 757-200 vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Við sölu á þremur Boeing 757-200 vélum gekk Icelandair að lokum til samninga við Icelease ehf. fyrir hönd fjárfestingarsjóðs á sviði flugvélaviðskipta í Delaware í Bandaríkjunum.

Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Sjóðurinn sem um ræðir er í meirihlutaeigu Corrum Capital Management.

Fram kom í gær að vélarnar þrjár hafi verið seldar fyrir alls um 2,9 milljarða króna.

Þar sagði jafnframt að stefnt væri að því að ganga endanlega frá samningum um söluna á næstu vikum. Tvær vélanna voru framleiddar árið 1994 og ein árið 2000, en eftir afhendingu stendur til að breyta vélunum úr farþegaflugvélum yfir í fraktvélar.

Var salan sögð í samræmi við áætlun Icelandair um að fækka Boeing 757 vélum í flugflota félagsins á næstu árum.

Greint var frá því á Vísi í morgun að Icelandair hafi sömuleiðis ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Hafi fyrstu vélinni verið flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni.

Icelease er íslenskt félag sem sérhæfir sig í flugvélaviðskiptum á alþjóðlegum markaði.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×