Konur í nýsköpun Huld Magnúsdóttir skrifar 5. október 2020 08:00 Ísland þarf á frumkvöðlum að halda. Frumkvöðlum sem stofna fyrirtæki sem vaxa, skapa ný störf og þróa sjálfbært samfélag. Það sama á við um hin Norðurlöndin. Þannig ná þau enn meiri árangri til lengri tíma. Þó oft sé litið til Norðurlandanna sem alþjóðlegrar fyrirmyndar þegar kemur að jafnrétti kynjanna, er svigrúm til úrbóta þegar kemur að frumkvöðlastarfi kvenna og þátttöku þeirra í stofnun og stjórnun fyrirtækja. Staðreyndin er sú að næstum jafn margar konur og karlar vilja gerast frumkvöðlar. Engu að síður er hlutur kvenkyns frumkvöðla á Norðurlöndunum lítill og konur eiga erfiðara með að fjármagna fyrirtæki sín en karlar. Þannig er sköpunargleði kvenna og frumkvöðlastarfsemi vannýtt uppspretta hagvaxtar og atvinnusköpunar sem ætti að þróa frekar. Til að missa ekki frá okkur þekkingu og kraft sem myndi gagnast samfélaginu í heild sinni þurfum við að efla til muna þátttöku kvenna í nýsköpun. Það er því ekki einkamál kvenna að þær séu ekki jafnir þátttakendur í þessum þætti samfélagsins. Frásagnir og fyrirmyndir Til að leggja sitt á vogaskálarnar býður Nýsköpunarnefnd FKA til fundar um konur í nýsköpun. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Nýsköpunarvikuna og verður streymt beint á visir.is Tilgangur fundarins er að vekja athygli á konum í nýsköpun og vegferð þeirra úr mismunandi áttum. Þrjár af þeim fjórum konum sem flytja erindi munu deila reynslu sinni af því að stofna fyrirtæki úr margbreytilegu umhverfi og bakgrunni og segja frá vegferð sinni í fyrirtækjarekstri og nýsköpun. Þá verða kynntar niðurstöður könnunar á stöðu kvenna í nýsköpun sem gerð var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fjallað um gerð hlaðvarpa um konur í nýsköpun. Með þessu framtaki vill Nýsköpunarnefnd FKA varpa ljósi á mikilvægi kvenna í nýsköpun og um leið hvetja konur til að láta að sér kveða á vettvangi nýsköpunar og skapa þannig verðmæti fyrir sig og sína og samfélagið í heild. Samfélagið nýtur góðs af nýsköpun Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi og stjórnarformaður PayAnalytics og dósent við University of Maryland mun fjalla um vegferðina frá stærðfræðilíkani yfir á alþjóðamarkað. Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarmerkisins Fólk, mun í erindi sínu hvetja konur til að breytum heiminum frá hugmynd til alþjóðlegs rekstrar. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri húð- og hárvöruframleiðandans Verandi veitir góð ráð undir yfirskriftinni: Ekki gera sömu mistök og ég - Áskoranir við að koma vörum á markað. Að lokum mun Alma Dóra Ríkarðsdóttir, viðskiptafræðingur og meistaranemi í kynjafræði fjalla um verkefni sem hún hefur unnið fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um konur í nýsköpun. Erindi hennar heitir: Hindranir, valdefling og framtíðin í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Það er mikils virði fyrir alla þegar frumkvöðlar miðla af reynslu sinni, fara yfir mistökin sem gerð hafa verið, áskoranirnar og ekki síður sigrana og velgengnina. Allt er þetta liður í áherslum Nýsköpunarnefndar FKA að finna leiðir til aukinnar þátttöku kvenna í nýsköpun. Samfélagið í heild nýtur góðs af því þegar mannauður, menntun og reynsla er nýtt með sem bestum hætti. Við hvetjum alla áhugasama um nýsköpun til að fylgjast með viðburðinum á visir.is, þriðjudaginn 6.okt. kl. 16-18. Höfundur er framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og formaður Nýsköpunarnefndar FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ísland þarf á frumkvöðlum að halda. Frumkvöðlum sem stofna fyrirtæki sem vaxa, skapa ný störf og þróa sjálfbært samfélag. Það sama á við um hin Norðurlöndin. Þannig ná þau enn meiri árangri til lengri tíma. Þó oft sé litið til Norðurlandanna sem alþjóðlegrar fyrirmyndar þegar kemur að jafnrétti kynjanna, er svigrúm til úrbóta þegar kemur að frumkvöðlastarfi kvenna og þátttöku þeirra í stofnun og stjórnun fyrirtækja. Staðreyndin er sú að næstum jafn margar konur og karlar vilja gerast frumkvöðlar. Engu að síður er hlutur kvenkyns frumkvöðla á Norðurlöndunum lítill og konur eiga erfiðara með að fjármagna fyrirtæki sín en karlar. Þannig er sköpunargleði kvenna og frumkvöðlastarfsemi vannýtt uppspretta hagvaxtar og atvinnusköpunar sem ætti að þróa frekar. Til að missa ekki frá okkur þekkingu og kraft sem myndi gagnast samfélaginu í heild sinni þurfum við að efla til muna þátttöku kvenna í nýsköpun. Það er því ekki einkamál kvenna að þær séu ekki jafnir þátttakendur í þessum þætti samfélagsins. Frásagnir og fyrirmyndir Til að leggja sitt á vogaskálarnar býður Nýsköpunarnefnd FKA til fundar um konur í nýsköpun. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Nýsköpunarvikuna og verður streymt beint á visir.is Tilgangur fundarins er að vekja athygli á konum í nýsköpun og vegferð þeirra úr mismunandi áttum. Þrjár af þeim fjórum konum sem flytja erindi munu deila reynslu sinni af því að stofna fyrirtæki úr margbreytilegu umhverfi og bakgrunni og segja frá vegferð sinni í fyrirtækjarekstri og nýsköpun. Þá verða kynntar niðurstöður könnunar á stöðu kvenna í nýsköpun sem gerð var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fjallað um gerð hlaðvarpa um konur í nýsköpun. Með þessu framtaki vill Nýsköpunarnefnd FKA varpa ljósi á mikilvægi kvenna í nýsköpun og um leið hvetja konur til að láta að sér kveða á vettvangi nýsköpunar og skapa þannig verðmæti fyrir sig og sína og samfélagið í heild. Samfélagið nýtur góðs af nýsköpun Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi og stjórnarformaður PayAnalytics og dósent við University of Maryland mun fjalla um vegferðina frá stærðfræðilíkani yfir á alþjóðamarkað. Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarmerkisins Fólk, mun í erindi sínu hvetja konur til að breytum heiminum frá hugmynd til alþjóðlegs rekstrar. Rakel Garðarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri húð- og hárvöruframleiðandans Verandi veitir góð ráð undir yfirskriftinni: Ekki gera sömu mistök og ég - Áskoranir við að koma vörum á markað. Að lokum mun Alma Dóra Ríkarðsdóttir, viðskiptafræðingur og meistaranemi í kynjafræði fjalla um verkefni sem hún hefur unnið fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um konur í nýsköpun. Erindi hennar heitir: Hindranir, valdefling og framtíðin í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Það er mikils virði fyrir alla þegar frumkvöðlar miðla af reynslu sinni, fara yfir mistökin sem gerð hafa verið, áskoranirnar og ekki síður sigrana og velgengnina. Allt er þetta liður í áherslum Nýsköpunarnefndar FKA að finna leiðir til aukinnar þátttöku kvenna í nýsköpun. Samfélagið í heild nýtur góðs af því þegar mannauður, menntun og reynsla er nýtt með sem bestum hætti. Við hvetjum alla áhugasama um nýsköpun til að fylgjast með viðburðinum á visir.is, þriðjudaginn 6.okt. kl. 16-18. Höfundur er framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og formaður Nýsköpunarnefndar FKA.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun