Körfubolti

Stólarnir fara á Hlíðarenda í 1. umferð bikarkeppninnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pavel Ermolinskij og félagar í Val fá Tindastól í heimsókn í 32 liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta.
Pavel Ermolinskij og félagar í Val fá Tindastól í heimsókn í 32 liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta. vísir/daníel

Dregið var í 32 liða úrslit bikarkeppni karla í körfubolta í dag. Stórleikur þeirra er viðureign Vals og Tindastóls.

Í pottinum voru 25 lið en bikarmeistarar Stjörnunnar, Höttur, Sindri, Keflavík, Skallagrímur, Hrunamenn og Fjölnir B sitja hjá í 32 liða úrslitum.

Tveir innbyrðis leikir liða úr Domino's deildinni verða í 32 liða úrslitunum. Valur mætir Tindastóli eins og áður sagði og Þór Ak. tekur á móti KR. Grindavík, silfurlið bikarkeppninnar í fyrra, sækir Hamar, eitt af sterkustu liðum 1. deildar heim.

Leikirnir í 32 liða úrslitunum fara fram 11.-13. október.

32 liða úrslit bikarkeppni karla

  • Valur - Tindastóll
  • Þór Ak. - KR
  • Hamar - Grindavík
  • ÍA - Þór Þ.
  • Breiðablik - Njarðvík
  • Selfoss - Álftanes
  • Fjölnir - Haukar
  • Reynir S. - Vestri
  • KV - ÍR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×