Hælisleitendamál í ólestri Sigurður Þórðarson skrifar 29. september 2020 13:00 Í gær ritaði Birgir Þórarinsson athyglisverða grein í Morgunblaðið þar sem hann bendir á að meðan nágrannaþjóðir okkar hafa verið að undirbúa varnir við flóðbylgju hælisleitenda hefur íslenska ríkisstjórnin látið reka á reiðanum vegna doða og sundurlyndis. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hælisleitendamálin á sinni könnu um árabil. Hann sýnist skorta nauðsynlega festu og hefur ekki reynst fær um að taka á vandanum. Stjórnsýslan ræður ekki við að afgreiða umsóknir innan viðunandi frests og beinn kostnaður við framfærslu hælisleitenda eykst hratt. Á þessu ári er beinn kostnaður skattgreiðenda fjórir milljarðar og fer ört hækkandi. Þögn ríkir um óbeinan kostnað. Varla sé um góðmennsku að ræða því samkvæmt útreikningum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNRWA sé leikur einn að framfleyta 10-12 sinnum fleiri í heimalandinu en á Vesturlöndum og er þá frátalinn tröllaukinn kostnaður við hælisleitendabáknið á Íslandi. Ólíkt höfumst við að Árið 2004 tóku Norðmenn upp 48 tíma regluna, sem segir að hælisleitendur skuli ávallt hafa hlotið úrlausn sinna mála innan 48 klukkustunda, sem hefur gefist mjög vel. Enda hefur stórlega dregið úr tilhæfislausum hælisumsóknum. Ólíkt íslensku ríkisstjórninni hafi Danir og Norðmenn gripið til að girða fyrir að fólk leggi á sig hættuferð á manndrápsfleytum yfir Miðjarðarhafið. Þannig auglýsi þeir á helstu netmiðlum að ósk um betri lífskjör veiti ekki tilefni til hælisvistar og verði þeim hafnað. Íslensk stjórnvöld fara þveröfugt að. Héðan sé látið berast að tilhæfulausar umsóknir séu látnar veltast í kerfinu árum saman, þangað til þær verða á endanum samþykktar. Þegar Covið 19 ástandinu lýkur má búast við að þessi skilaboð stjórnvalda beri tilætlaðan árangur og fleiri manndrápsfleytum verði ýtt á flot við strendur Afríku. Það er ljótur leikur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í gær ritaði Birgir Þórarinsson athyglisverða grein í Morgunblaðið þar sem hann bendir á að meðan nágrannaþjóðir okkar hafa verið að undirbúa varnir við flóðbylgju hælisleitenda hefur íslenska ríkisstjórnin látið reka á reiðanum vegna doða og sundurlyndis. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hælisleitendamálin á sinni könnu um árabil. Hann sýnist skorta nauðsynlega festu og hefur ekki reynst fær um að taka á vandanum. Stjórnsýslan ræður ekki við að afgreiða umsóknir innan viðunandi frests og beinn kostnaður við framfærslu hælisleitenda eykst hratt. Á þessu ári er beinn kostnaður skattgreiðenda fjórir milljarðar og fer ört hækkandi. Þögn ríkir um óbeinan kostnað. Varla sé um góðmennsku að ræða því samkvæmt útreikningum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNRWA sé leikur einn að framfleyta 10-12 sinnum fleiri í heimalandinu en á Vesturlöndum og er þá frátalinn tröllaukinn kostnaður við hælisleitendabáknið á Íslandi. Ólíkt höfumst við að Árið 2004 tóku Norðmenn upp 48 tíma regluna, sem segir að hælisleitendur skuli ávallt hafa hlotið úrlausn sinna mála innan 48 klukkustunda, sem hefur gefist mjög vel. Enda hefur stórlega dregið úr tilhæfislausum hælisumsóknum. Ólíkt íslensku ríkisstjórninni hafi Danir og Norðmenn gripið til að girða fyrir að fólk leggi á sig hættuferð á manndrápsfleytum yfir Miðjarðarhafið. Þannig auglýsi þeir á helstu netmiðlum að ósk um betri lífskjör veiti ekki tilefni til hælisvistar og verði þeim hafnað. Íslensk stjórnvöld fara þveröfugt að. Héðan sé látið berast að tilhæfulausar umsóknir séu látnar veltast í kerfinu árum saman, þangað til þær verða á endanum samþykktar. Þegar Covið 19 ástandinu lýkur má búast við að þessi skilaboð stjórnvalda beri tilætlaðan árangur og fleiri manndrápsfleytum verði ýtt á flot við strendur Afríku. Það er ljótur leikur.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun