Viðskipti innlent

Kemur til Póstsins frá Meniga

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnar Skúlason.
Ragnar Skúlason. Pósturinn

Ragnar Skúlason hefur verið ráðinn í starf teymisstjóra hugbúnaðarþróunar í upplýsingatæknideild Póstsins. Hann hefur að undanförnu starfað hjá Meniga og hefur þegar hafið störf.

Í tilkynningu frá Póstinum segir að Ragnar sé með mikla reynslu og þekkingu úr hugbúnaðargeiranum sem spanni yfir sextán ár. 

„Síðast starfaði hann hjá Meniga sem tæknilegur verkefnastjóri yfir innleiðingum. Þá hefur Ragnar meðal annars starfað sem teymisstjóri framendaþróunar hjá Nova og sem hugbúnaðarverkfræðingur hjá TM Software og GreenQloud. Ragnar er með MSc próf í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
1,5
2
701
EIM
0,35
4
14.471
EIK
0,29
12
124.916
FESTI
0,25
18
590.301
ORIGO
0,2
3
53.928

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-3,09
32
220.010
ICEAIR
-1,81
77
58.309
SJOVA
-1,36
22
204.969
LEQ
-1,29
4
2.306
VIS
-0,9
16
251.373
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.